Evrópskt efnahagssvæði

85. fundur
Fimmtudaginn 17. desember 1992, kl. 22:09:17 (3764)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Varðandi það fyrsta sem hv. þm. sagði þá hef ég oft gert grein fyrir sjónarmiðum í þessu máli almennt og ég veit að hann þekkir þau sjónarmið allt of vel til þess að draga þær ályktanir sem hann gerði í upphafi máls síns. En aðalatriðið er þó að ég skildi hv. þm. þannig að menn væru að velta því fyrir sér hvernig að þessum málum yrði staðið. Það væri ekki komin endanleg niðurstaða en hann byggist þó heldur við því að um yrði að ræða að lögfesta bókun og þar með auðvitað frv. Þar með þýðir það vitaskuld að allar forsendur eru til þess að ræða þessi mál frekar í vetur þannig að þó að 2. umr. ljúki áður en langur tími líður um þetta mál, þá verður málið bersýnilega á dagskrá áfram af því að það er eins og kunnugt er skoðun okkar stjórnarandstæðinga að lögfesting eða afgreiðsla á þessu plaggi segi í raun og veru afskaplega lítið eftir að Sviss hefur ákveðið að yfirgefa þetta félag.