Skattamál

86. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 01:09:47 (3867)

     Forseti (Pálmi Jónsson) :
    Forseti vill taka það fram að hann hefur kynnt sér þær fyrirætlanir sem liggja fyrir eins og nú standa sakir varðandi morgundaginn. Forseti hefur ekki neina áætlun um það hversu lengi þinghaldið stendur á morgun og veltur kannski nokkuð á hv. alþm. sjálfum.
    Ég bið hv. þm. að hafa nú hóf á umræðum um þingsköp og stjórn á þinghaldinu vegna þess að ég hef þau skilaboð að hér hafi verið gert samkomulag á milli þingflokksformanna og forseta fyrr í dag, sem að vísu var mótmælt af nokkrum hv. alþm. vegna þess að það samkomulag hafði ekki verið kynnt í þeirra flokki. Hvað sem um þetta er verður ekki betri svipur á þinghaldinu með því að halda áfram mjög löngum umræðum um gæslu þingskapa.