Skattamál

86. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 02:43:05 (3880)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins þakka hv. þm. fyrir þessar upplýsingar sem voru fróðlegar. Ég held að það sé til gamans að nóttu til að við skiptumst á skoðunum um það hvað á daga okkar hefur drifið á ævinni. Sjálfur get ég upplýst hv. þm. um það að ég hef einnig verið kennari eins og hann. (Gripið fram í.) Já, og líkaði það mjög vel og til viðbótar til að fylla út í það sem hv. þm. talaði um dvöl mína í hans kjördæmi, þá get ég upplýst hann um það að í níu sumur leysti ég af við þetta ágæta fyrirtæki sem ég starfaði hjá og hef starfað bæði til sjós og lands og vonast til þess að við getum báðir verið sammála um að það sé hollt fyrir alla, jafnt þingmenn sem aðra, að kynnast högum þjóðarinnar sem best. Ég sé á fallegu brosi hv. þm. að hann er sammála mér um þetta.