Skattamál

87. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 13:32:14 (3903)

     Svavar Gestsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Það er rétt sem kom fram hjá hv. 8. þm. Reykn. að virðisaukaskattslögin eru flókin og snúin og ég er viss um það að margir viðstaddir þingmenn áttuðu sig ekki fyllilega á því hvernig þessi atkvæðagreiðsla gengur fyrir sig og hvernig þær breytingar sem hér er um að ræða rekja sig í gegnum virðisaukaskattslögin. Hins vegar er það svo að að fenginni þeirri skýringu sem fram hefur komið í þessum umræðum, m.a. af hálfu hv. 1. þm. Austurl., þá get ég tekið undir það fyrir mitt leyti að fram fari atkvæðagreiðsla um þessa tillögu núna með hliðsjón af þeirri skýringu sem hann gaf og með hliðsjón af þeirri tillögu um afstöðu sem fram kom hjá hv. 1. þm. Austurl.