Skattamál

87. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 13:34:09 (3905)

     Kristinn H. Gunnarsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Það má taka rök hv. 8. þm. Reykv. og snúa þeim á hinn veginn og segja að fyrst að stjórnarliðið er búið að samþykkja 24,5% skatt á þessa liði þá sé órökrétt að þeir styðji það að sömu liðir beri 14% skatt. Með öðrum orðum að þeir séu að færa sig frá fyrri afstöðu. Ég vil ekki skilja afstöðu þeirra þannig, því miður, en með sama hætti er jafnrökrétt hjá stjórnarandstæðingum eða þeim sem greiða atkvæði gegn því að þessir liðir beri virðisaukaskatt að greiða atkvæði gegn því að þeir beri þennan tiltekna skatt líka. Það er fullkomið samræmi í afstöðunni beggja megin frá.