Skattamál

87. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 13:52:43 (3912)

     Valgerður Sverrisdóttir :
    Hæstv. forseti. Það hefur ríkt um það nokkurs konar þjóðarsátt hér á landi að leggja rækt við íslenska menningu, m.a. með útgáfu bóka, blaða og tímarita á íslenskri tungu. Núverandi ríkisstjórn ætlar með því að leggja virðisaukaskatt á þessa mikilvægu starfsemi að stefna í hættu þessum mikilvæga þætti í okkar menningu og virðist í þessu máli sem og öðrum vera úr takt við þetta þjóðfélag. Ég segi nei.