Fjárlög 1993

87. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 17:45:14 (3948)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Í fjarveru hv. 3. þm. Norðurl. v. mæli ég fyrir brtt. sem flutt er af honum og hv. þm. Kristínu Ástgeirsdóttur og hv. þm. Páli Péturssyni um breytingu á heimildargrein. Við 6. gr., 6.1, komi liður sem orðist svo:
    ,,Að kaupa dagblöð og aðalmálgögn þingflokka fyrir stofnanir ríkisins, allt að 150 eintök af hverju blaði.``
    Hér er um að ræða óbreyttan fjölda blaða en orðalagi breytt þannig að það takmarkast ekki einungis við dagblöð eins og þetta hefur verið heldur einnig önnur málgögn sem kunna að vera gefin út á vegum eða í tengslum við þingflokka eða eftir tilvísun þeirra.