Fjármálaráðstafanir á sviði dóms- og kirkjumálaráðuneytis

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 11:35:19 (3950)

     Frsm. meiri hluta allshn. (Björn Bjarnason) :
    Frú forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um fjármálaráðstafanir á sviði dóms- og kirkjumrn. fyrir hönd meiri hluta allshn.
    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund Þorbjörn Hlyn Árnason biskupsritara, Óla H. Þórðarson, framkvæmdastjóra Umferðarráðs, Björn Matthíasson, hagfræðing í fjármálaráðuneyti, Ara Edwald, aðstoðarmann dóms- og kirkjumálaráðherra, og Dagnýju Leifsdóttur, deildarstjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
    Meiri hluti nefndarinnar telur ekki rétt að embætti hreppstjóra verði lagt niður og leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi breytingu: I. kafli frv., 1.--29. gr., falli brott.
    Undir nál. skrifa Sólveig Pétursdóttir, Björn Bjarnason, Eyjólfur Konráð Jónsson, Ingi Björn Albertsson og Sigbjörn Gunnarsson.