Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 15:35:00 (3983)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Í þessari grein eru við að greiða atkvæði um tekjuhlið fjárlaganna. Sú vinna hefur verið unnin innan ríkisstjórnarinnar ásamt meiri hluta fjárln. Minni hlutinn hefur ekki tekið þátt í þeirri vinnu og á þær tillögur sem við höfum komið með til að skera niður útgjöld fjárlaga eða tillögur um tekjuöflun hefur ekki verið hlustað. Við erum ósammála þeirri aðför að barnafólki og almennu launafólki í landinu sem hér er verið að gera. Það mun kalla á átök á vinnumarkaði. Það mun auka atvinnuleysið, það

breikkar bilið á milli stétta. Ríkisstjórnin verður að taka ábyrgð á verkum sínum og ég er viss um að það verður henni allerfitt þegar fram í sækir. Við kvennalistakonur erum á móti þeim aðgerðum flestum sem tekjugrein fjárlaga byggist á og munum því sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.