Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 16:23:28 (4003)

     Steingrímur J. Sigfússon :
    Hæstv. forseti. Með þessari brtt. meiri hluta hv. fjárln. á enn að draga úr endurgreiðslum ríkissjóðs til þeirra búgreina sem hér um ræðir vegna virðisaukaskatts og lækka hann um 50 millj. og hefur þó liðurinn þegar lækkað mikið á undanförnu ári. Verði þessi breyting að veruleika þá verður svo komið að nánast fullur virðisaukaskattur leggst á afurðir þessara greina, nauta, svína, hrossa og alifugla og með því er einnig raskað stórlega samkeppnisstöðu búgreina innbyrðis. Þetta er afar óskynsamleg ráðstöfun og ósanngjörn og næst á eftir því að svíkja búvörusamninginn sem hæstv. ríkisstjórn er að gera er þetta sennilega það ógæfulegasta sem hún hyggst beita sér fyrir í landbúnaðarmálum. Ég segi nei, hæstv. forseti, og skora á aðra að gera slíkt hið sama.