Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 16:43:34 (4011)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir :
    Virðulegi forseti. Með brtt. er verið að hækka liðinn Lífeyristryggingar um 140 millj. kr. og sjúkratryggingar um 50 millj. kr. Með öðrum orðum er verið að draga heldur úr þeirri skerðingu sem áður var ráðgerð í fjárlagafrv. Tölurnar sem hér eru byggja engu að síður á því frv. til breytinga á almannatryggingalögunum sem er á dagskrá þessa fundar og á að vera eitt af málum þessa fundar. Minni hlutinn í heilbr.- og trn. er andvígur því frv. og mun þar af leiðandi ekki taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu og sit ég hjá.