Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 17:08:19 (4025)

     Svavar Gestsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. forseta fyrir það að hún skuli hleypa mér hér í pontuna til að gera athugasemd við orð hæstv. heilbrrh. Staðreyndin er sú að sú tillaga sem hann var að láta samþykkja hér fyrir skömmu gerir ráð fyrir því að skerða Framkvæmdasjóð aldraðra um 230 millj. kr. Þar af á að verja 70 millj. samkvæmt sérstökum ákvörðunum hans til hjúkrunarheimilisins Eirar. Þess vegna er brýnt að taka um það sjálfstæða ákvörðun að þessi mikilvæga stofnun komist á fjárlög íslenska ríkisins fyrir árið 1993.