Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 17:19:19 (4028)

     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið er þessi tillaga til þess að innsigla það afrek meiri hlutans fjárln. að skera niður ríkisútgjöld um 400 millj. sem aldrei voru til í fjárlagafrv. og ekki nema í hugarheimi ríkisstjórnarinnar. Jafnframt er byrjað að leggja á gjöld til þess að standa straum af þessum 500 millj. Við framsóknarmenn viljum láta ríkisstjórnina bera ábyrgð sjálfa á þessum fáránlegu vinnubrögðum og munum ekki greiða atkvæði.