Tekjustofnar sveitarfélaga

88. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 02:50:49 (4113)


     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :

    Hæstv. forseti. Ég tel að það að þessi lög verða tímabundin undirstriki enn frekar að um millibilsástand verður að ræða. Ég get hins vegar viðurkennt eins og hv. þm. þekkir vel sjálfur að slíkt tímabundið ástand hefur stundum reynst lengra en ætlunin var í upphafi. Með því að segja þetta er ég þó engan veginn að spá að svo verði um þetta mál.
    Varðandi framlög í jöfnunarsjóð og afstöðu ríkisvaldsins til hans, þá get ég að sjálfsögðu enga yfirlýsingu gefið úr þessum ræðustól nú. En þá yfirlýsingu að gefa enga yfirlýsingu má þó ekki skilja á þann veg að það sé ásetningur ríkisstjórnarinnar að ganga á jöfnunarsjóðinn. Þvert á móti hefur ríkisstjórninn og Samband sveitarfélaga gert með sér samkomulag sem gengur út á það að ekki verði hreyft við tekjustofnum sveitarfélaga nema að undangengnu samráði og viðræðum þeirra á milli.