Skattamál

89. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 15:59:49 (4175)

     Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Allar þær aðgerðir sem verið er að gera núna, bæði að fella gengið og eins að fella niður aðstöðugjaldið og breyta þessum sköttum, eru fyrst og fremst til þess fólgnar að hjálpa heimilunum til þess að tryggja atvinnuna. Ég hygg út af þeim orðum sem hafa fallið hjá hv. þm. um næstu kjarasamninga að það væri verðugt verkefni aðila vinumarkaðarins í þeim að gera einhverjar þær aðgerðir sem duga til þess að snúa hlutunum við og ég held að það sé á færi þeirra. Ég bendi sérstaklega á það að þeir stjórna saman lífeyrissjóðum landsmanna og mér finnst að það sé allt of metnaðarlítið markmið sem kom fram þar að setja aðeins 5% af ráðstöfunartekjum lífeyrissjóðanna í hlutabréf.
    Ég bendi líka á það að lækkun tekjuskattsfyrirtækjanna hvetur mjög til sparnaðar í fyrirtækjum. Ég bendi líka á það að við ætluðum að hafa hlutabréfaafsláttinn áfram við lýði. Ég bendi líka á það að gengisfellingin eykur samkeppnishæfni atvinnulífsins, bæði útflutningsatvinnuveganna og heimamarkaðsgreinanna og ég segi að með þessu öllu saman erum við að reyna að halda uppi atvinnu eins mikið og við getum. Ég held að það sé hægt að gera það enn þá betur og ég tel að það sé verðugt verkefni aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar í komandi kjarasamningum að reyna að gera eitthvað af viti í því að auka eigið fé atvinnulífsins, fá nýtt eigið fé inn í fyrirtækin þannig að þeir sem stjórna fyrirtækjunum í dag séu

ekki alltaf að skera niður og spara heldur fari að horfa út á við, fjárfesta og sækja fram.