Almannatryggingar

89. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 17:09:07 (4193)


     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir :
    Virðulegi forseti. Það er skoðun okkar kvennalistakvenna að meðlag sé almennt of lágt og hafi verið svo nokkuð lengi og það sé í rauninni í engu samræmi við framfærslukostnað barns. Við erum því ekki í grundvallaratriðum andvígar hækkun meðlags. Hins vegar leggjum við áherslu á og bendum á að sú hækkun sem er gerð á meðlaginu í þessu frv. bætir í engu aðstæður barna. Hún kemur ekki börnunum til góða heldur ríkissjóði. Það er með öðrum orðum um tilflutning að ræða frá ríkissjóði til meðlagsgreiðenda. Við munum því ekki greiða þessari tillögu atkvæði okkar, þessari meðlagshækkun, heldur sitja hjá.