Almannatryggingar

89. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 17:17:31 (4195)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Ég hef í fyrsta lagi miklar efasemdir um tilvísanakerfið og í öðru lagi bendi ég á að í þessari grein er ráðherra í tvígang veitt reglugerðarheimild til að útfæra lögin. Lögin veita ráðherranum ekki það aðhald og ekki þann efnislega ramma sem lög þurfa samkvæmt mínu mati að innihalda til þess að löggjafarvaldið sé ekki framselt til ráðherra með hætti eins og þessum. Ég segi nei.