Skattamál

89. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 17:53:49 (4212)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson :
    Virðulegi forseti. Það hefur verið hafnað leiðum sem eru færar og valdar þær leiðir sem eru ófærar. Það er verið að leggja auknar álögur á fólk sem ekki er aflögufært en það eru aðeins sýndartillögur sem eru í gangi þar sem hægt er að sækja fé. Það eru sýndartillögur varðandi hátekjuskatt og það eru engar tillögur varðandi fjármagnstekjuskatt. Það er bara sótt til láglaunafólks því það er láglaunafólk sem greiðir hér háa skatta og þetta get ég ekki stutt. Það er verið að íþyngja menningu okkar og það er líka verið að íþyngja atvinnulífi okkar, sem ekki má við því, með því að leggja auknar álögur á ferðaþjónustu sem er atvinnugrein sem nú ætti að hlúa að. Ég segi því nei.