Frestun á fundum Alþingis

91. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 20:03:44 (4238)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég tel út af fyrir sig mikilvægt að hæstv. forsrh. hefur hér gefið yfirlýsingu um að það verði ekki gefin út bráðabirgðalög þrátt fyrir það að tillagan yrði samþykkt, en ég vil engu að síður láta það koma fram að ég tel að það sé óeðlilegt þegar um svona stuttan tíma er að ræða að það sé verið að fresta fundum Alþingis með sérstakri samþykkt.