Umhverfisskattar

129. fundur
Þriðjudaginn 16. mars 1993, kl. 13:35:54 (6061)

     Hjörleifur Guttormsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegur forseti. Það er greinilega orðið mikið feimnismál hjá stjórnarflokkunum að láta mál ganga til umhvn. þingsins. Það kemur hér tillaga eftir tillögu frá flm. um að vísa málum til umhvn. en jafnóðum rísa upp stjórnarliðar til að andmæla og gera tillögur um eitthvað annað eða einstakir þingmenn gera athugasemdir. Nú hefur hv. 1. flm. þessa máls fallist á þetta sjónarmið. Ég tek í rauninni tillögu hans þannig að hér sé um skattamál að ræða en ekki umhverfismál. ( Gripið fram í: Það er þannig vaxið.) Það kann að vera að málið sé þannig vaxið. Ég benti reyndar á það við umræðu um þetta mál að það snerti afar lítið umhverfismál þó að þannig væri látið út líta á pappírnum. Það er kannski í ljósi þess sem hv. flm. hefur nú valið þann kost að gera tillögur og athugasemdir annarra um þessa tillögu sína um umhvn. að

sinni. En hitt er annað mál að mér finnst það mjög sérkennilegt ef mál sem a.m.k. að formi til líta þannig út að þau varði umhverfismál, séu umhverfismál fyrst og fremst, eigi ekki heima í umhvn. þingsins og ég leyfi mér að gera athugasemd við þetta sem hér er að endurtaka sig æ ofan í æ í þingsölum að þessu leyti.