Umhverfisgjald

166. fundur
Fimmtudaginn 29. apríl 1993, kl. 15:07:39 (7664)

     Hjörleifur Guttormsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það verður auðvitað að lesa úr því eins og efni standa til hversu langt verður komist með stefnu af þeim toga sem hér er lögð til og síst skal ég lasta það ef menn komast eitthvað áfram í þeim efnum. En hitt liggur jafnljóst fyrir að það er alveg skýrt, t.d. í þeim viðræðum sem fram fara nú við nýja umsóknaraðila að aðild að Evrópubandalaginu, að sérhver sjálfstæð stefna í umhverfismálum með frumkvæði sem leggur einhverjar hömlur á vöruviðskipti á innflutning á vörum fær ekki staðist að mati Evrópubandalagsins þær reglur sem menn eru þar að gangast undir. Þannig liggja málin og það er alvara málsins.