Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 26, 116. löggjafarþing 18. mál: þingsköp Alþingis (forsætisnefnd, ræðutími o.fl.).
Lög nr. 74 19. ágúst 1992.

Lög um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991.


1. gr.

     Í stað orðanna „fjögurra varaforseta“ í 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: sex varaforseta.

2. gr.

     2. mgr. 46. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skal ljúka skýrslugerðinni innan 10 vikna og skal skýrslan þá prentuð og útbýtt meðal þingmanna á fundi.

3. gr.

     49. gr. laganna breytist þannig:
  1. 3. málsl. 5. mgr. orðast svo: Hvor um sig, fyrirspyrjandi og ráðherra, má ekki tala oftar en tvisvar, fyrirspyrjandi eigi lengur en þrjár mínútur í fyrra sinn og eigi lengur en tvær mínútur í síðara sinn og ráðherra eigi lengur en fimm mínútur í fyrra sinn og eigi lengur en tvær mínútur í síðara sinn.
  2. Síðari málsliður 7. mgr. orðast svo: Hvor um sig, fyrirspyrjandi og ráðherra, má ekki tala oftar en þrisvar, eigi lengur en tvær mínútur í fyrsta sinn og eigi lengur en eina mínútu í annað og þriðja sinn.


4. gr.

     Í stað 4. og 5. málsl. fyrri málsgreinar 50. gr. laganna kemur nýr málsliður er orðast svo: Enginn má tala oftar en tvisvar um hvert mál, málshefjandi og viðkomandi ráðherra eigi lengur en fimm mínútur í fyrra sinn og eigi lengur en tvær mínútur í síðara sinn, en aðrir þingmenn og ráðherrar eigi lengur en tvær mínútur í senn.

5. gr.

     Síðari málsliður 2. mgr. 55. gr. laganna orðast svo: Enginn má þó tala lengur en þrjár mínútur í senn.

6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. ágúst 1992.