Ferill 90. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 90 . mál.


101. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um endurgreiðslur virðisaukaskatts.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



    Hverjar voru heildarendurgreiðslur virðisaukaskatts vegna vinnu iðnaðarmanna við íbúðarhúsnæði á árinu 1991 og hver var fjöldi verkefna, skipt niður á skattumdæmi,
         
    
    við nýbyggingar,
         
    
    við viðhald íbúðarhúsnæðis?
    Hversu miklar voru endurgreiðslurnar og hver var fjöldi verkefna á tímabilinu 1. janúar til 1. júlí 1992, skipt niður á skattumdæmi,
         
    
    vegna nýbygginga,
         
    
    vegna viðhaldsvinnu við íbúðarhúsnæði?


Skriflegt svar óskast.