Ferill 91. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 91 . mál.


102. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um löggæslu á skemmtunum.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Hversu mörg almenn skemmtanaleyfi hafa verið gefin út skv. 11. og 12. gr. reglugerðar nr. 587/1987, sundurliðuð eftir lögregluumdæmum?
    Í hvaða umdæmum er skemmtanaleyfi að jafnaði bundið því skilyrði að lögreglumenn verði á skemmtistað og hvaða reglur gilda um fjölda lögreglumanna, sbr. ákvæði 6. gr. reglugerðar nr. 587/1987?
    Hversu mikill var endurgreiddur kostnaður vegna löggæslu á skemmtistað samkvæmt ákvæðum 8. gr. laga nr. 56/1972 og reglugerðar nr. 587/1987 árin 1990 og 1991, sundurliðað eftir lögregluumdæmum og árum?


Skriflegt svar óskast.