Ferill 119. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 119 . mál.


139. Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna heilsutjóns af völdum háspennuvirkja.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Til hvaða aðgerða munu stjórnvöld grípa með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna sem benda til þess að háspennuvirki geti valdið krabbameini?

Greinargerð.


    Nýlega voru birtar í Svíþjóð niðurstöður rannsókna á áhrifum háspennulína og straumbreyta á heilsu fólks sem býr eða dvelur í næsta nágrenni við slík mannvirki. Rannsóknir þessar benda til þess að áhrif af rafsegulsviði í grennd þessara mannvirkja geti valdið blóðkrabbameini.


Skriflegt svar óskast.