Ferill 121. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 121 . mál.


141. Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um rannsóknir á botnlægum tegundum á grunnsævi.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hvað hafa stjórnvöld aðhafst til að framfylgja ályktun Alþingis frá 1987 um að láta fara fram rannsóknir á botnlægum tegundum á grunnslóð og kortlagningu slíkra miða?

Greinargerð.


    Alþingi samþykkti svohljóðandi ályktun 24. febrúar 1987:
    „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir að fram fari skipulegar rannsóknir á botnlægum tegundum á grunnslóð og kortlagning slíkra miða til að auðvelda veiðar, ekki síst innfjarða. Jafnframt verði athuguð hagkvæmni í veiðum botnlægra tegunda.
    Gerð verði áætlun um þetta verkefni með það í huga að ljúka því á næstu fimm árum og til þess verði veitt sérstakt fjármagn úr ríkissjóði.“


Skriflegt svar óskast.