Ferill 131. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 131 . mál.


151. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um nám og námskröfur innan Evrópsks efnahagssvæðis.

Frá Ingibjörgu Pálmadóttur.



    Hvaða grunnmenntun þurfa einstaklingar í löndum innan fyrirhugaðs Evrópsks efnahagssvæðis að hafa til að geta hafið þar nám í læknisfræði, lyfjafræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, meinatækni og röntgentækni, svo og tannlækna-, ljósmæðra-, sjúkraliða- og kennaranám?
    Á hvaða skólastigi fer áðurnefnt nám fram í löndum innan fyrirhugaðs Evrópsks efnahagssvæðis, hver er námstími og hvaða prófgráða veitir starfsréttindi samkvæmt EES-samningnum?
    Hvernig er umrædd fagmenntun saman sett með tilliti til bóklegs náms, verklegs náms og starfsþjálfunar í löndum innan fyrirhugaðs Evrópsks efnahagssvæðis?


Skriflegt svar óskast.