Ferill 148. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 148 . mál.


169. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um aðbúnað um borð í veiðiskipum.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



    Í hve mörgum tilvikum hefur Siglingamálastofnun ríkisins veitt umsögn um hvort reglum um aðbúnað um borð í veiðiskipum, sem hafa leyfi til fullvinnslu botnfiskafla, sé fullnægt og þá vegna hvaða skipa?
    Hefur Siglingamálastofnun haft afskipti af skipum sem frysta aflann um borð af þeirri ástæðu að ekki hafi verið fyrir hendi sérstök hvíla fyrir hvern mann í áhöfn?

Greinargerð.


    Í reglugerð um leyfi til fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum stendur í 2. mgr. 5. gr.:
    „Það er enn fremur skilyrði fyrir veitingu leyfis til fullvinnslu botnfiskafla að fyrir hendi sé sérstök hvíla fyrir hvern mann í áhöfn skips og eftirlitsmann, sbr. 7. gr.“
    Í 3. mgr. 7. gr. stendur:
    „Jafnframt skal ráðuneytið leita umsagnar Siglingamálastofnunar ríkisins á því hvort reglum um öryggisbúnað varðandi fiskvinnslu og aðbúnað áhafnar sé fullnægt.“


Skriflegt svar óskast.