Ferill 149. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 149 . mál.
170. Fyrirspurn
til samgönguráðherra um reglugerð um vistarverur áhafna og farþega skipa.
Frá Guðmundi Hallvarðssyni.
Hyggst ráðherra setja vinnuhóp til að endurskoða reglugerð um vistarverur áhafna og farþega skipa?
Greinargerð.
Reglugerð um vistarverur áhafna fiskiskipa, farþega og áhafna kaupskipa er síðan í janúar 1979. Miklar breytingar hafa átt sér stað vegna framþróunar í smíði fiski- og kaupskipa. Því er brýn þörf á að reglugerðin verði endurskoðuð.
Skriflegt svar óskast.