Ferill 150. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 150 . mál.


171. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um lyfjakistur um borð í skipum.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



    Hvernig er reglum um lyfjakistur um borð í skipum háttað með tilliti til deyfilyfja?
    Hyggst samgönguráðherra láta fara fram endurskoðun á reglugerð um lyfjakistur um borð í skipum?

Greinargerð.


    Nýlega var sagt frá í fjölmiðlum alvarlegu slysi sem ungur sjómaður varð fyrir við störf sín um borð úti á sjó. Skipstjórnarmenn töldu slysið þess eðlis að rétt hefði verið undir þeim kringumstæðum að gefa hinum slasaða morfín sem ekki var leyfilegt að hafa í lyfjakistu skipsins samkvæmt reglugerð.


Skriflegt svar óskast.