Ferill 198. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 198 . mál.


238. Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um umhverfismál á norðanverðum Vestfjörðum.

Frá Jónu Valgerði Kristjánsdóttur.



    Hvernig er háttað eftirliti með friðlandinu á Hornströndum?
    Hve margir sinna því verkefni?
    Hvað er áætlað að margir ferðamenn ferðist um svæðið árlega og á hvaða árstíma?
    Eru fyrirhugaðar úrbætur í hreinlætisaðstöðu á svæðinu?
    Hvernig er háttað umferð vélknúinna ökutækja um svæðið? Er slík umferð leyfð, og ef svo er, hvernig er þá leyfisveitingum háttað?
    Er lokið við hreinsun á Straumnesfjalli og Rit?
    Hefur verið gerð áætlun um gerð göngustíga og göngubrúa í friðlandinu?



Skriflegt svar óskast.