Ferill 201. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 201 . mál.


350. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Guðna Ágústssonar um greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1 .     Hversu mikið fé var greitt úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 1991? Tilgreint verði hversu mikið var greitt hverju sveitar- eða bæjarfélagi í landinu og hver fjárhæðin var á hvern íbúa í viðkomandi sveitarfélagi.
     2 .     Hvaða skiptiregla lá til grundvallar útgreiðslunni?
    Á árinu 1991 var samtals greitt úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélaga og aðila á þeirra vegum 1.372.852.126 kr. Meðfylgjandi er yfirlit yfir þessar greiðslur ásamt skýringum. Í sumum tilvikum standa fleiri en eitt sveitarfélag að rekstri og stofnkostnaði og kemur það þá sérstaklega fram í yfirlitinu.
    Varðandi skiptireglu sem liggur til grundvallar greiðslum þessum þá sýnir yfirlitið skiptingu eft ir tegundum framlaga en úthlutanirnar eru grundvallaðar í reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Reglugerðin var nr. 542/1989 en 14. ágúst 1991 tók gildi nokkuð breytt reglugerð sem er nr. 390/1991.



Fylgiskjal.


Jöfnunarsjóður sveitarfélaga:


Framlög til sveitarfélaga á árinu 1991.




(Tafla mynduð.)





Framlög til sveitarfélaga á árinu 1991 — skýringar.




( Tölvutækur texti ekki til. )