Ferill 148. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 148 . mál.


380. Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Guðmundar Hallvarðssonar um aðbúnað um borð í veiðiskipum.

    Í hve mörgum tilvikum hefur Siglingamálastofnun ríkisins veitt umsögn um hvort reglum um aðbúnað um borð í veiðiskipum, sem hafa leyfi til fullvinnslu botnfiskafla, sé fullnægt og þá vegna hvaða skipa?
    Þann 28. október 1992 hafði 41 skip, sem talin eru upp á meðfylgjandi lista, verið tekin út til vinnslu afla um borð. Á sumum skipanna er einungis um flatningu til saltfiskvinnslu að ræða.

    Hefur Siglingamálastofnun haft afskipti af skipum sem frysta aflann um borð af þeirri ástæðu að ekki hafi verið fyrir hendi sérstök hvíla fyrir hvern mann í áhöfn?
    Siglingamálastofnun ríkisins hefur ekki haft afskipti af því að hvílur vanti fyrir áhafnir skipa. Úttekt á skipi og vinnslubúnaði er framkvæmd samkvæmt reglum um vistarverur áhafnar, nr. 50/1979, og um vinnuöryggi á fiskiskipum, nr. 413/1988.
    Fjöldi hvíla ásamt öryggisbúnaði skipa er bundinn ákveðnum fjölda á hverju skipi. Þar ber skipstjóri ásamt útgerð ábyrgð á að eftir sé farið.



Fylgiskjal.



Eftirtalin skip eru búin til vinnslu afurða:

Skip
Sk.nr.
    Skip Sk.nr.


Beitir     
226
Mánaberg     
1270

Vestmannaey     
1273

Sólbakur     
1276

Sléttbakur     
1351

Venus     
1308

Snorri Sturluson     
1328

Örfirisey     
2170

Freri     
1345

Akureyrin     
1369

Víðir     
1376

Margrét     
1484

Hjalteyrin     
1514

Oddeyrin     
1757

Siglfirðingur     
1407

Sigurbjörg     
1530

Örvar     
1598

Stakfell     
1609

Hólmadrangur     
1634

Sjóli     
1833


Haraldur Kr.     
1868

Skúmur     
1872

Ýmir     
1860

Helga II     
1903

Bliki     
1942

Hrafn Sveinbjarnarson     
1972

Snæfugl     
1976

Júlíus Geirmundsson     
1977

Andey     
1980

Hópsnes     
2031

Höfrungur III     
1902

Bylgjan     
2025

Þórunn Sveinsdóttir     
2020

Ásgeir Frímanns     
2123

Barðinn     
1536

Lísa María     
2168

Gnúpur     
1363

Sig. Þorleifsson     
1028

Snarfari     
963

Tjaldur     
2158

Sigurfari     
1916