Ferill 149. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 149 . mál.


382. Svarsamgönguráðherra við fyrirspurn Guðmundar Hallvarðssonar um reglugerð um vistarverur áhafna og farþega skipa.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hyggst ráðherra setja vinnuhóp til að endurskoða reglugerð um vistarverur áhafna og farþega skipa?

    Reglur um vistarverur áhafna flutninga- og farþegaskipa eru frá árinu 1979. Nú hefur verið ákveðið að endurskoða reglurnar og mun Siglingamálastofnun ríkisins hefja þá endurskoðun í byrjun næsta árs.
    Reglurnar um vistarverur áhafna fiskiskipa eru einnig frá 1979. Endurskoðun þeirra er hafin og verða drög að nýjum reglum væntanlega send hagsmunaaðilum til umsagnar nú um áramótin. Þessar reglur eru m.a. endurskoðaðar með tilliti til breyttra aðstæðna um borð í veiðiskipum, reglna frá sjávarútvegsráðuneytinu samkvæmt ákvæðum laga nr. 54 frá 16. maí 1992, um fullvinnslu afla um borð í veiðiskipum, og reglna á grundvelli EES-samningsins.