Ferill 282. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 282 . mál.


541. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um samþykktir um stjórn sveitarfélaga.

    Hvaða sveitarstjórnir settu nýjar samþykktir um stjórn sveitarfélags eða endurskoðuðu eldri samþykktir innan eins árs frá gildistöku 120. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 8/1986?
    Í 1. mgr. 121. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 8/1986, segir svo um gildistöku laganna: „I. kafli og III. kafli laga þessara öðlast þegar gildi. VIII. kafli laganna tekur gildi 1. janúar 1987. Aðrir kaflar laganna taka gildi þegar að loknum almennum sveitarstjórnarkosningum árið 1986.“
    Sveitarstjórnir í eftirtöldum sveitarfélögum höfðu sett sér nýja samþykkt um stjórn og fundarsköp, sbr. 3. mgr. 7. gr. og 49. gr. sveitarstjórnarlaganna, innan árs frá gildistöku allra kafla þeirra laga: Stykkishólmsbær, Egilsstaðabær, Hveragerðisbær, Mosfellsbær, Borgarnesbær, Selfosskaupstaður, Dalvíkurkaupstaður og Húsavíkurkaupstaður.

    Hvaða sveitarstjórnir hafa ekki enn uppfyllt ákvæði 120. gr. sveitarstjórnarlaganna?
    Sveitarstjórnir eftirtalinna sveitarfélaga hafa ekki enn uppfyllt ákvæði 120. gr. sveitarstjórnarlaganna: Hafnarfjarðarkaupstaður, Hafnahreppur, Kjalarneshreppur, Kjósarhreppur, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur, Andakílshreppur, Skorradalshreppur, Lundarreykjadalshreppur, Reykholtsdalshreppur, Hálsahreppur, Hvítársíðuhreppur, Þverárhlíðarhreppur, Norðurárdalshreppur, Stafholtstungnahreppur, Borgarhreppur, Álftaneshreppur, Hraunhreppur, Kolbeinsstaðarhreppur, Eyjarhreppur, Miklaholtshreppur, Staðarsveit, Breiðuvíkurhreppur, Neshreppur utan Ennis, Helgafellssveit, Skógarstrandarhreppur, Suðurdalahreppur, Laxárdalshreppur, Fellsstrandarhreppur, Skarðshreppur, Saurbæjarhreppur, Barðastrandarhreppur, Rauðasandshreppur, Tálknafjarðarhreppur, Bíldudalshreppur, Mosvallahreppur, Ögurhreppur, Reykjafjarðarhreppur, Nauteyrarhreppur, Snæfjallahreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Kirkjubólshreppur, Broddaneshreppur, Bæjarhreppur, Staðarhreppur, Fremri-Torfustaðahreppur, Ytri-Torfustaðahreppur, Kirkjuhvammshreppur, Þverárhreppur, Þorkelshólshreppur, Áshreppur, Sveinsstaðahreppur, Torfalækjarhreppur, Svínavatnshreppur, Bólstaðarhlíðarhreppur, Engihlíðarhreppur, Vindhælishreppur, Skagahreppur, Skefilsstaðahreppur, Skarðshreppur, Staðarhreppur, Lýtingsstaðahreppur, Akrahreppur, Rípurhreppur, Viðvíkurhreppur, Hólahreppur, Fljótahreppur, Grímseyjarhreppur, Svarfaðardalshreppur, Árskógshreppur, Arnarneshreppur, Skriðuhreppur, Öxnadalshreppur, Glæsibæjarhreppur, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Hálshreppur, Ljósavatnshreppur, Bárðdælahreppur, Reykdælahreppur, Aðaldælahreppur, Reykjahreppur, Tjörneshreppur, Kelduneshreppur, Fjallahreppur, Raufarhafnarhreppur, Svalbarðshreppur, Þórshafnarhreppur, Sauðaneshreppur, Skeggjastaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur, Hlíðarhreppur, Jökuldalshreppur, Fljótsdalshreppur, Fellahreppur, Tunguhreppur, Hjaltastaðarhreppur, Skriðdalshreppur, Vallahreppur, Eiðahreppur, Mjóafjarðarhreppur, Norðfjarðarhreppur, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur, Bæjarhreppur, Mýrahreppur, Borgarhafnarhreppur, Hofshreppur í Austur-Skaftafellssýslu, Mýrdalshreppur, Austur-Eyjafjallahreppur, Vestur-Eyjafjallahreppur, Austur-Landeyjahreppur, Vestur-Landeyjahreppur, Fljótshlíðarhreppur, Hvolhreppur, Rangárvallahreppur, Landmannahreppur, Holtahreppur, Ásahreppur, Djúpárhreppur, Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur, Villingaholtshreppur, Skeiðahreppur, Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Biskupstungnahreppur, Laugardalshreppur, Grímsneshreppur, Þingvallahreppur og Grafningshreppur.
    Félagsmálaráðuneytinu er kunnugt um að verið er að endurskoða samþykktir um stjórn og fundarsköp í eftirtöldum sveitarfélögum: Keflavíkurkaupstað, Ísafjarðarkaupstað, Bolungarvíkurkaupstað, Skaftárhreppi og Hríseyjarhreppi.
    Samkvæmt 49. gr. og 1. mgr. 120. gr. sveitarstjórnarlaga samdi félagsmálaráðuneytið, í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, og birti fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga og fundarsköp fyrir sveitarstjórnir, sbr. auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda 1987, bls. 209. Í fyrrnefndri 49. gr. sveitarstjórnarlaga kemur og fram að ákvæði um fundarsköp, þ.e. III. kafli framangreindrar fyrirmyndar félagsmálaráðuneytisins, skal gilda fyrir sveitarstjórn þar til staðfest hafa verið sérstök fundarsköp fyrir hana. Þetta ákvæði á þar af leiðandi við allar sveitarstjórnir í ofangreinum sveitarfélögum.

    Hvaða sveitarstjórnir hafa sett sér fundarsköp samkvæmt ákvæðum 49. gr. sveitarstjórnarlaga og hvenær voru þau staðfest?
    Sveitarstjórnir eftirtalinna sveitarfélaga hafa sett sér samþykktir um stjórn sveitarfélags og fundarsköp sveitarstjórnar samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 7. gr. 49. gr. sveitarstjórnarlaga:

Breyting

Sveitarfélag

Staðfesting

Nr. samþ.

á samþ.


Stykkishólmsbær     
18. maí 1987
213/1987 429/1990
Egilsstaðabær     
18. maí 1987
214/1987 253/1990
439/1990    

Hveragerðisbær     
24. júní 1987
294/1987
Mosfellsbær     
31. júlí 1987
371/1987
Borgarnesbær     
14. okt. 1987
468/1987
Selfoss     
7. des. 1987
550/1987 332/1992
Dalvíkurkaupstaður     
9. des. 1987
551/1987 516/1991
Húsavíkurkaupstaður     
15. des. 1987
552/1987
Reykjavíkurborg, breyting á samþ. nr. 60/1985     
14. jan. 1988
28/1988
Seltjarnarneskaupstaður     
20. jan. 1988
61/1988 365/1991
Akureyri, fyrri samþykkt     
(25. jan. 1988
65/1988)
Akureyri, núgildandi samþykkt     
11. júní 1990
266/1990 383/1991
Siglufjarðarkaupstaður     
12. febr. 1988
99/1988 230/1990
Vestmannaeyjar     
12. apr. 1988
196/1988 420/1992
Ólafsfjarðarbær     
17. maí 1988
277/1988
Akraneskaupstaður     
17. maí 1988
279/1988 448/1990
Blönduóssbær     
22. júní 1988
303/1988
Seyðisfjarðarkaupstaður     
23. sept. 1988
453/1988
Sauðárkrókskaupstaður     
4. okt. 1988
465/1988
Garðabær     
1. nóv. 1988
495/1988
Höfn í Hornafirði     
15. des. 1988
537/1988
Neskaupstaður     
14. febr. 1989
55/1989
Ólafsvíkurkaupstaður     
25. apr. 1989
229/1989
Eskifjarðarkaupstaður     
8. maí 1990
195/1990
Kópavogskaupstaður     
11. júní 1990
262/1990
Grindavíkurkaupstaður     
12. júní 1990
264/1990
Akureyri     
11. júní 1990
266/1990 383/1991
Njarðvíkurkaupstaður     
31. okt. 1990
434/1990
Sandgerðisbær     
15. nóv. 1990
454/1990
Haukadalshreppur     
22. júní 1987
306/1987
Eyrarbakkahreppur     
30. júní 1987
333/1987 477/1990
Presthólahreppur (nú Öxarfjarðarhreppur)     
30. júní 1987
324/1987
Reykhólahreppur     
7. des. 1987
549/1987
Stöðvarhreppur     
9. des. 1987
548/1987 386/1990
Sandvíkurhreppur     
15. jan. 1988
25/1988
Vatnsleysustrandarhreppur     
1. mars 1988
139/1988 333/1988
412/1991    

Hólmavíkurhreppur     
17. mars 1988
170/1988
Patrekshreppur     
10. maí 1988
259/1988
Hvammshreppur     
17. maí 1988
258/1988
Ölfushreppur     
16. maí 1988
260/1988
Höfðahreppur     
29. sept. 1988
454/1988
Skútustaðahreppur     
3. nóv. 1988
494/1988
Stokkseyrarhreppur     
10. jan. 1989
25/1989 461/1990
Nesjahreppur     
22. febr. 1989
87/1989
Bessastaðahreppur     
22. maí 1990
244/1990
Flateyrarhreppur     
5. júní 1990
245/1990
Borgarfjarðarhreppur     
6. júní 1990
283/1990
Þingeyrarhreppur     
22. júní 1990
370/1990
Búðahreppur     
27. nóv. 1990
468/1990
Seyluhreppur     
30. nóv. 1990
483/1990
Reyðarfjarðarhreppur     
21. febr. 1991
97/1991
Suðureyrarhreppur     
27. febr. 1991
98/1991
Hvammstangahreppur     
19. apr. 1991
208/1991
Gerðahreppur     
31. maí 1991
266/1991
Eyrarsveit     
14. júní 1991
285/1991
Hofshreppur í Skagafjarðarsýslu     
22. jan. 1992
46/1992
Mýrahreppur í Vestur-Ísafjarðarsýslu     
5. febr. 1992
62/1992
Grýtubakkahreppur     
27. nóv. 1992
423/1992
Súðavíkurhreppur     
9. des. 1992