Ferill 345. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 345 . mál.


624. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um ferjuflug.

Frá Ingibjörgu Pálmadóttur.



    Hver er skilgreining samgönguráðuneytis á „ferjuflugi“?
    Hversu margar ferjuflugvélar höfðu viðkomu hér á landi á árunum 1988–1992, að báðum árum meðtöldum? Hvaðan komu þær og hvert var för þeirra heitið?
    Hafa verið kannaðir möguleikar á því að láta ferjuflugvélar hafa viðkomu á öðrum flugvöllum en í Reykjavík og Keflavík?
    Telur ráðherra flugvöllinn á Rifi geta tekið við ferjuflugvélum? Hvaða nauðsynlegar úrbætur þyrfti að gera á vellinum til að svo mætti verða?


Skriflegt svar óskast.