Ferill 131. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 131 . mál.


669. Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Pálmadóttur um nám og námskröfur innan Evrópsks efnahagssvæðis.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.     Hvaða grunnmenntun þurfa einstaklingar í löndum innan fyrirhugaðs Evrópsks efnahagssvæðis að hafa til að geta hafið þar nám í læknisfræði, lyfjafræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, meinatækni og röntgentækni, svo og tannlækna-, ljósmæðra-, sjúkraliða- og kennaranám?
     2.     Á hvaða skólastigi fer áðurnefnt nám fram í löndum innan fyrirhugaðs Evrópsks efnahagssvæðis, hver er námstími og hvaða prófgráða veitir starfsréttindi samkvæmt EES-samningnum?
     3.     Hvernig er umrædd fagmenntun saman sett með tilliti til bóklegs náms, verklegs náms og starfsþjálfunar í löndum innan fyrirhugaðs Evrópsks efnahagssvæðis?


    Í fyrirspurninni felst að óskað er upplýsinga sem varða menntun 11 starfsstétta í 17 löndum.
    Við gerð skýrslu menntamálaráðuneytisins hefur verið valin sú leið að skipta efninu í tvo hluta. Í fyrsta hluta er fjallað um nám stétta sem skilgreint er sérstaklega í tilskipunum. Í öðrum hluta er fjallað um nám stétta sem ekki er skilgreint sérstaklega í tilskipunum EB. Fjallað er fyrst um hverja starfsstétt innan hvers EB-ríkis og síðan um hverja starfsstétt innan hvers EFTA-ríkis. Þessi hluti var unninn af Ásgerði Kjartansdóttur, deildarstjóra við Upplýsingastofu um nám erlendis við Háskóla Íslands. Aftast í skýrslunni er greint frá þeim heimildum er notaðar voru við gerð þessa hluta.
    Skýrsla þessi ber þess merki að við gerð hennar var reynt að halda kostnaði við upplýsingaöflun í lágmarki og fyrst og fremst stuðst við fyrirliggjandi upplýsingar í ráðuneytinu, erlendum sendiráðum hér á landi og heimildir sem til staðar eru á Upplýsingastofu um nám erlendis.
    Vert er að geta þess að prófgráður, sem nefndar eru í skýrslunni, veita allar starfsréttindi í viðkomandi landi nema annað sé tekið fram. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er algengt að námi innan heilbrigðisgeirans ljúki ekki með gráðu heldur fær viðkomandi prófskírteini þar sem fram kemur starfsheiti, t.d. fysioterapeut, ergoterapeut, sjukgymnast, arbetsterapeut. Þær tölur, sem nefndar eru í svigum fyrir aftan stúdentspróf, gefa til kynna hversu langt nám liggur að baki stúdentsprófi, t.d. (9+3) þýðir níu ára grunnskólanám og þriggja ára framhaldsskólanám.

1. hluti: Nám stétta sem skilgreint er sérstaklega í tilskipunum


Evrópubandalagsins.


Læknar.
1.      Inntökuskilyrði í læknanám er að viðkomandi hafi prófskírsteini sem heimilar honum aðgang að háskóla.
2.      Námið fer fram á háskólastigi og skal námstíminn ekki vera skemmri en sex ár eða 5.500 klst. af bóklegu og verklegu námi. Ekki er um að ræða tilteknar prófgráður heldur skal hlutaðeigandi hafa undir höndum prófskírteini sem vottar að hann hafi lokið tilskildu námi í læknisfræði. Þessi skírteini bera mismunandi heiti eftir löndum og eru þau talin upp í tilskipun 75/362/EBE fyrir EB-löndin.
3.      Gerð er krafa um að hlutaðeigandi einstaklingur hafi öðlast:
     a.      fullnægjandi þekkingu á þeim vísindagreinum sem læknisfræðin byggir á og góðan skilning á vísindaaðferðum, að meðtöldum aðferðum sem eru notaðar við mælingar á líffræðilegri starfsemi, mati á vísindalega viðurkenndum staðreyndum og greiningu gagna;
     b.      viðunandi skilning á líkamsbyggingu, starfsemi og hegðun heilbrigðra og sjúkra einstaklinga, svo og sambandinu á milli heilsufars, aðbúnaðar og félagslegs umhverfis manna;
     c.      fullnægjandi þekkingu á klínískum greinum og meðferðum, þar sem veitt er heilleg mynd af andlegum og líkamlegum sjúkdómum, á fyrirbyggjandi aðgerðum læknisfræðinnar, sjúkdómsgreiningu og meðferð og á æxlun manna;
     d.      tilhlýðilega verklega þjálfun á sjúkrahúsum undir viðeigandi eftirliti.

Hjúkrunarfræðingar.

1.      Inntökuskilyrði í hjúkrunarfræðinám er tíu ára almenn skólaganga sem staðfest er með prófskírteini, vottorði eða öðrum formlegum vitnisburði um menntun og hæfi og veitt er af lögbærum yfirvöldum eða stofnunum aðildarríkis eða jafngilt vottorð um hæfi til að fá inngöngu í hjúkrunarskóla.
2.      Að fullnægðum skilyrðum í 1. tölul. skal viðkomandi fara í starfsnám sem tekur til þeirra greina sem taldar eru í 4. tölul. og tekur þrjú ár hið minnsta eða 4.600 klst. bóklegt og verklegt nám.
3.      Gerð er krafa um að hlutaðeigandi einstaklingur hafði öðlast:
       a.      fullnægjandi þekkingu á þeim vísindagreinum sem almenn hjúkrun byggir á, að meðtalinni þekkingu á líkamsbyggingu, lífeðlisfræðilegri starfsemi og hegðun heilbrigðra og sjúkra einstaklinga og tengslunum milli heilsufars fólks, aðbúnaðar og félagslegs umhverfis þess;
       b.      fullnægjandi þekkingu á eðli og siðfræði starfsgreinarinnar og meginreglum um heilbrigði og hjúkrun;
       c.      fullnægjandi klíníska starfsreynslu; velja ber slíka starfsreynslu með hliðsjón af þeirri menntun sem hún veitir og hún á að vera undir handleiðslu menntaðra hjúkrunarfræðinga við aðstæður þar sem fjöldi hæfs starfsfólks og búnaður er nægilegur til umönnunar sjúklinganna;
       d.      hæfni til að taka þátt í starfsþjálfun heilbrigðisstétta og reynslu í að starfa með slíku starfsfólki;
       e.      reynslu í að vinna með aðilum annarra starfsstétta innan heilbrigðiskerfisins.
4.      Nám, sem veitir prófskírteini, vottorð og annan formlegan vitnisburð um menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, skal vera í tveimur hlutum sem hér segir:

A. Bókleg og verkleg kennsla.
a.      Hjúkrun:
    eðli og siðfræði starfsgreinarinnar,
    meginreglur um heilbrigði og hjúkrun,
    reglur um hjúkrun í tengslum við:
       —      almenna læknisfræði og sérgreinar læknisfræðinnar,
       —      almennar skurðlækningar og sérgreinar skurðlækninga,
       —      ungbarnaeftirlit og barnalækningar,
       —      mæðraeftirlit,
       —      geðheilsu og geðlæknisfræði,
       —      umönnun aldraðra og öldrunarlækningar.
b.      Undirstöðugreinar:
    líffærafræði og lífeðlisfræði,
    meinafræði,
    gerlafræði, veirufræði og sníklafræði,
    lífeðlisfræði, lífefnafræði og geislalæknisfræði,
    næringarfræði,
    heilsufræði:
       —      forvarnalæknisfræði,
       —      heilsufræðsla,
    lyfjafræði.
c.      Félagsvísindi:
    félagsfræði,
    sálfræði,
    undirstöðuatriði í stjórnunarfræði,
    undirstöðuatriði í kennslufræði,
    ráðgjöf um heilbrigðis- og félagsmál,
    mannlegar hliðar hjúkrunar.

B. Klínísk kennsla.
    Hjúkrun í tengslum við:
       —      almenna læknisfræði og sérgreinar læknisfræðinnar,
       —      almennar skurðlækningar og sérgreinar skurðlækninga,
       —      ungbarnaeftirlit og barnalækningar,
       —      mæðraeftirlit,
       —      geðheilsu og geðlæknisfræði,
       —      umönnun aldraðra og öldrunarlækningar.

Tannlæknar.
1.      Inntökuskilyrði í tannlæknanám er að viðkomandi hafi prófskírteini sem heimilar honum aðgang að háskólum aðildarríkis í umrætt nám.
2.      Námið fer fram á háskólastigi og skal námstíminn ekki vera skemmri en fimm ár í bóklegu og verklegu námi og skal það taka til þeirra greina sem skráðar eru hér á eftir. Ekki er um að ræða eina tiltekna prófgráðu heldur skal hlutaðeigandi hafa undir höndum prófskírteini sem vottar að hann hafi lokið tilskildu námi í tannlækningum. Þessi skírteini bera mismunandi heiti eftir löndum og eru þau talin upp í tilskipun 77/452/EBE fyrir EB-löndin.
3.      Gerð er krafa um að hlutaðeigandi einstaklingur hafði öðlast:
       a.      fullnægjandi þekkingu á þeim vísindagreinum sem tannlækningar byggja á og góðan skilning á vísindaaðferðum, að meðtöldum aðferðum sem eru notaðar við mælingar á líffræðilegri starfsemi, mati á vísindalega viðurkenndum staðreyndum og greiningu gagna;
       b.      fullnægjandi þekkingu á líkamsbyggingu, starfsemi og hegðun heilbrigðra og sjúkra einstaklinga, sem og sambandinu á milli heilsufars, aðbúnaðar og félagslegs umhverfis manna, að svo miklu leyti sem þessir þættir snerta tannlækningar;
       c.      fullnægjandi þekkingu á byggingu og hlutverki tanna, munns, kjálka og aðliggjandi vefja, bæði heilbrigðra og sýktra, og hvernig þessir þættir tengjast heilsufari og andlegri vellíðan sjúklings;
       d.      fullnægjandi þekkingu á klínískum greinum og aðferðum sem veitir tannlæknum heillega mynd af göllum, sárum og sjúkdómum í tönnum, munni, kjálkum og aðliggjandi vefjum og forvörn, greiningu og meðferð í tannlækningum;
       e.      viðeigandi starfsreynslu undir réttu eftirliti.
4.      Nám, sem er undanfari að prófskírteini, vottorði eða öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í tannlækningum, skal í það minnsta fela í sér eftirtaldar námsgreinar:
       a.      Undirstöðunámsgreinar: efnafræði, eðlisfræði, líffræði.
       b.      Námsgreinar er tengjast líffræði læknisfræðinnar og almennri læknisfræði: líffærafræði, fósturfræði, vefjafræði, að meðtalinni frumufræði, lífeðlisfræði, lífefnafræði (eða lífeðlisfræðilegri efnafræði), líffærameinafræði, almenn meinafræði, lyfjafræði, örverufræði, heilsufræði, forvarnalæknisfræði og faraldsfræði, geislalækningar, orku- og endurhæfingarlækningar, almenn skurðlæknisfræði, almenn læknisfræði, að meðtöldum barnalækningum, háls-, nef- og eyrnafræði, húð- og kynsjúkdómafræði, almenn sálfræði — sálsýkisfræði — taugameinafræði, svæfingar og deyfingar.
       c.      Námsgreinar sem tengjast tannlækningum beint: gervitannafræði, efni og tækjabúnaður við tannlækningar, forvarnatannlækningar, deyfingar og notkun róandi lyfja í tannlækningum, sérhæfð skurðlæknisfræði, sérhæfð meinafræði, klínísk störf, barnatannlækningar, tannréttingar, tannslíðursjúkdómafræði, geislalækningar í tannlækningum, bit og starfsemi kjálkans, stéttasamtök, siðfræði og löggjöf, félagslegar hliðar tannlækninga.

Ljósmæður.
1.      Inntökuskilyrði í ljósmæðranám, sjá 2. tölul.
2.      Námið skal fela í sér:
       —      annaðhvort fullt nám í ljósmóðurfræðum sem er að minnsta kosti þriggja ára bóklegt og verklegt nám þar sem aðgangur er háður því að viðkomandi hafi a.m.k. fyrstu tíu ár almenns grunnnáms að baki,
       —      eða fullt nám í ljósmóðurfræðum sem stendur a.m.k. í átján mánuði þar sem aðgangur er háður því að viðkomandi hafi undir höndum prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun.
3.      Gerð er krafa um að hlutaðeigandi einstaklingur hafi öðlast:
     a.      fullnægjandi þekkingu á þeim vísindagreinum sem starfsemi ljósmæðra byggir á, einkum fæðingarfræði og kvensjúkdómafræði;
     b.      fullnægjandi þekkingu á siðfræði starfsgreinarinnar og löggjöf er hana varðar;
     c.      ítarlega þekkingu á líffræðilegri starfsemi, líffærafræði og lífeðlisfræði á sviði ljósmóðurfræða og nýbura, auk þekkingar á sambandinu milli heilsufars, aðbúnaðar, félagslegs umhverfis manna og hegðunar þeirra;
     d.      fullnægjandi klíníska reynslu sem fengist hefur á viðurkenndum stofnunum undir handleiðslu starfsfólks sem er menntað á sviði ljósmóðurfræða og fæðingarfræði;
     e.      fullnægjandi skilning á menntun starfsfólks í heilbrigðisstéttum og reynslu af því að vinna með slíku starfsfólki.
4.      Nám, sem er undanfari að prófskírteini, vottorði eða öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi ljósmæðra, felur í sér eftirtalda tvo hluta:

A. Bókleg og verkleg kennsla.
    
a. Almennar námsgreinar: undirstaða í líffærafræði og lífeðlisfræði; undirstaða í meinafræði; undirstaða í gerlafræði, veirufræði og sníklafræði; undirstaða í lífeðlisfræði, lífefnafræði og geislalæknisfræði; barnalækningar með sérstakri áherslu á nýbura; heilsufræði, heilsufræðsla, forvarnalæknisfræði, greining sjúkdóma á byrjunarstigi; næring og næringarfræði með sérstakri áherslu á konur, nýbura og ungbörn; undirstaða í félagsfræði og atriðum er lúta að félagslækningum; undirstaða í lyfjafræði; sálfræði; kennslufræði; heilbrigðis- og félagsmálalöggjöf og heilbrigðiskerfi; siðfræði starfsgreinarinnar og löggjöf; kynfræðsla og fjölskylduáætlanir; lagaleg réttindi móður og ungbarns.
    b. Námsgreinar er varða störf ljósmæðra sérstaklega: líffærafræði og lífeðlisfræði; fósturfræði og fósturþroski; meðganga, fæðing og sængurlega; meinafræði í tengslum við kvensjúkdómafræði og fæðingarfræði; undirbúningur undir fæðingu og foreldrahlutverkið að meðtöldum sálfræðilegum hliðum; undirbúningur fæðingar (auk þekkingar og notkunar á tæknilegum búnaði er tengist fæðingarfræði); deyfing, svæfing og endurlífgun; lífeðlisfræði og meinafræði nýbura; umönnun og eftirlit með nýburum; sálfræðilegir og félagslegir þættir.

B. Verklegt og klínískt nám.

    Þetta nám verður að fara fram undir viðeigandi eftirliti: ráðgjöf til þungaðra kvenna sem felur í sér að minnsta kosti 100 skoðanir á meðgöngutíma; eftirlit og umönnun að minnsta kosti fjörutíu þungaðra kvenna; fylgd nema við að minnsta kosti fjörutíu fæðingar, ef ekki er hægt að fylla þennan kvóta vegna þess að fæðingar eru ekki nógu margar má lækka töluna í þrjátíu að því tilskildu að neminn aðstoð við tuttugu fæðingar til viðbótar; aðstoð við eina eða tvær sitjandi fæðingar; reynsla af spangarskurði og frumæfing í saumi; eftirlit og umönnun með fjörutíu þunguðum konum í áhættuflokki; að minnsta kosti 100 eftirskoðanir og skoðanir heilbrigðra nýbura; eftirlit og umönnun mæðra og nýbura að meðtöldum fyrirburum, léttburum og veikum nýburum og nýburum fæddum eftir eðlilegan meðgöngutíma; umönnun sjúkra ef það er á svið kvensjúkdóma- og fæðingarfræði og sjúkdómar nýbura og ungbarna; reynsla af að annast almenn sjúkdómstilvik á sviði læknisfræði og skurðlæknisfræði.

Lyfjafræðingar.

1.      Inntökuskilyrði í nám lyfjafræðinga er að viðkomandi hafi prófskírteini sem heimilar honum aðgang að háskóla.
2.      Námið fer fram á háskólastigi og skal námstíminn ekki vera skemmri en fimm ár. Í náminu skal felast:
       —      minnst fjögurra ára bóklegt og verklegt nám í fullu námi í háskóla, í æðri menntastofnunum sem hafa hlotið sambærilega viðurkenningu eða undir eftirliti háskóla,
       —      minnst sex mánaða starfsþjálfun í lyfjabúð sem er opin almenningi eða á sjúkrahúsi undir eftirliti lyfjadeildar á því sjúkrahúsi.
3.      Gerð er krafa um að hlutaðeigandi einstaklingur hafi öðlast:
       a.      fullnægjandi þekkingu á lyfjum og þeim efnum sem notuð eru við framleiðslu lyfja,
       b.      fullnægjandi þekkingu á lyfjagerðarfræði og eðlilsfræðilegri, efnafræðilegri, líffræðilegri og örverufræðilegri prófun á lyfjum,
       c.      fullnægjandi þekkingu á umbroti og verkun lyfja og eiturefna og á notkun lyfja,
       d.      fullnægjandi þekkingu til að meta vísindaleg gögn er varða lyf svo að viðkomandi sé fær um að veita viðeigandi upplýsingar á grundvelli þessarar þekkingar,
       e.      fullnægjandi þekkingu á lagalegum jafnt sem öðrum kröfum sem gerðar eru til þeirra sem stunda lyfjafræði.

2. hluti. Nám stétta sem ekki er skilgreint sérstaklega í tilskipunum


Evrópubandalagsins.



NÁM Í EB-RÍKJUNUM


Sjúkraþjálfun.


Belgía.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (6+6).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Diploma.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Bretland.
Inntökuskilyrði: Stútentspróf (6+5+2).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Bachelor of Science, BS, BS Honours (4 ár).
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Danmörk.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3) og a.m.k. 9 mánaða almenn starfsreynsla.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með prófgráðu.
Bóklegt/verklegt: Fyrsta 1 1/ 2 árið er bóklegt, síðari hlutanum er skipt til helminga milli bóklegs náms og starfsþjálfunar á sjúkrastofnunum.
Frakkland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+4) eða 5 ára starfsreynsla í þágu hins opinbera, inntökupróf.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Diplôme d'État.
Bóklegt/verklegt: Bóklegt 50% og verklegt 50%.
Grikkland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3), inntökupróf.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Ptychio TEI (Technologika Ekpaidevtika Idrimata — Technical Educational     Institutions).
Bóklegt/verklegt: Verklegt nám tekur 8 mánuði.
Holland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (8+6).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 4 ár.
Prófgráða: Baccalaureus, BS.
Bóklegt/verklegt: Verklegi hluti námsins tekur 29 mánuði.
Írland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 4 ár.
Prófgráða: Bachelor of Science, BS.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Ítalía.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (8+5).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Diploma.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Lúxemborg.
Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Portúgal.
Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Spánn.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3) og eins árs aðfaranám að háskólum (Curso de Orientación Universitaria — COU), inntökupróf.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Diploma.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Þýskaland.
Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf, inntökupróf.
Skólastig: Framhaldsskólastig, (Berufsfachschule).
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Staatliche Prüfung.
Bóklegt/verklegt: Verklegt nám 1 ár.

Iðjuþjálfun.


Belgía.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (6+6).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Diploma.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Bretland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (6+5+2).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Diploma eða Bachelor of Science, BS, BS Honours (4 ár).
Bóklegt/verklegt: Verklegi hluti námsins telur 1.200 klst.
Danmörk.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3) og a.m.k. 9 mánaða almenn starfsreynsla.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með gráðu.
Bóklegt/verklegt: Verklegi hluti námsins tekur 22–24 vikur.
Frakkland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+4), inntökupróf.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Diplôme d'État.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Grikkland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3), inntökupróf.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Ptychio TEI (Technologika Ekpaidevtika Idrimata — Technical Educational Institutions).
Bóklegt/verklegt: Verklegt nám tekur 8 mánuði.
Holland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af raungreinasviði (8+6).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 4 ár.
Prófgráða: Baccalaureus, BS.
Bóklegt/verklegt: Verklegi hlutinn tekur 1 ár.
Írland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 4 ár.
Prófgráða: Bachelor of Science, BS.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Ítalía.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (8+5).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Diploma.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Lúxemborg.
Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Portúgal.
Inntökuskilyrði: 12 ára skólanám (9+3), inntökupróf. Þeir sem eru 25 ára eða eldri og hafa ekki lokið 12 ára skólanámi geti tekið sérstakt inntökupróf til að komast í háskólanám (exame extraordinário de avaliçado de capacidade para acesso ao ensino superior).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Diploma.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Spánn.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3), inntökupróf.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með prófgráðu.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Þýskaland.

Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf eða 2 ára starfsnám. Umsækjendur þurfa að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp og 3 mánaða starfsreynslu á sjúkrastofnun er æskileg.
Skólastig: Framhaldsskólastig (Berufsfachschule).
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Staatliche Prüfung.
Bóklegt/verklegt: Verklegi hlutinn tekur 1 ár.

Meinatækni.


Belgía.
Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Bretland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (6+5).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Business and Technician Education Council Higher National Diploma, B.Tec. HND.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Danmörk.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða 18 ára lágmarksaldur og hafa lokið 10 ára grunnskólanámi með prófi í dönsku, stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði og ensku eða þýsku.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með gráðu.
Bóklegt/verklegt: Bóklegt í 9 mánuði, verklegt í 27 mánuði.
Frakkland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+4) eða 5 ára starfsreynsla í þágu hins opinbera, inntökupróf.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 2–3 ár.
Prófgráða: Diplôme d'État de Laborantin d'Analyses Médicales, DELAM.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Grikkland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3), inntökupróf.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Ptychio TEI (Technical Educational Institutions).
Bóklegt/verklegt: Verklegt nám tekur 8 mánuði.
Holland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (8+6) af raungreinasviði.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 4 ár.
Prófgráða: Baccalaureus, BS.
Bóklegt/verklegt: Verklegi hluti námsins tekur 1 ár.
Írland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Certificate in Medical Laboratory Science. Þeir sem ljúka þessu námi geta tekið Diploma eða BS á 2 árum.
Bóklegt/verklegt: Verklegi hlutinn tekur 1 ár.
Ítalía.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (8+5).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Diploma.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Lúxemborg.
Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Portúgal.
Upplýsingar Iiggja ekki fyrir.
Spánn.
Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Þýskaland.
Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf.
Skólastig: Framhaldsskólastig (Berufsfachschule).
Námstími: 2 ár.
Prófgráða: Staatliche Prüfung.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.

Röntgentækni.


Belgía.
Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Bretland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (6+5+2).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Diploma eða Bachelor of Science, BS, BS Honours (4 ár).
Bóklegt/verklegt: Bóklegt 50%, verklegt 50%.
Danmörk.
Inntökuskilyrði: Lágmarksaldur 20 ár, hafa lokið a.m.k. 10 ára skólagöngu með stúdentsprófi í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði og ensku, hafa 9 mánaða almenna starfsreynslu, hafa lokið námskeiði í skyndihjálp.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með prófgráðu.
Bóklegt/verklegt: Bóklegt nám er 29 vikur og verklegt nám 106 vikur.
Frakkland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+4) eða 5 ára starfsreynsla í þágu hins opinbera.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Diplôme d'Etat.
Bóklegt/verklegt: Bóklegt nám er 1.550 klst., verklegt 2.870 klst.
Grikkland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3), inntökupróf.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Ptychio TEI (Technologika Ekpaidevtika Idrimata — Technical Educational Institutions).
Bóklegt/verklegt: Verklegt nám tekur 8 mánuði.
Holland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (8+6).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 4 ár.
Prófgráða: Baccalaureus, BS.
Bóklegt/verklegt: Verklegi hlutinn tekur 1 ár.
Írland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Bachelor of Radiography, Honours-gráða (4 ár).
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Ítalía.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (8+5).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Diploma.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Lúxemborg.
Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Portúgal.
Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Spánn.
Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Þýskaland.
Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf.
Skólastig: Framhaldsskólastig (Berufsfachschule).
Námstími: 2 ár.
Prófgráða: Staatliche Prüfung.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.

Sjúkraliðanám.


Danmörk.
Inntökuskilyrði: Hafa lokið 1 árs námi sem „social- og sundhedshjælper“ eða hafa 1 árs starfsreynslu í tengslum við fagið.
Skólastig: Framhaldsskólastig (sjúkraliðaskólar).
Námstími: 1 1/ 2 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með gráðu.
Bóklegt/verklegt: 1/ 3 bóklegt, 2/ 3 verklegt.
Frakkland.
Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 17–45 ára, inntökupróf.
Skólastig: Framhaldsskólastig (sérskólar í tengslum við sjúkrahús).
Námstími: 1 ár.
Prófgráða: Certificat d'Aptitude aux Fonctions d'Aide Soignant, CAFAS.
Bóklegt/verklegt: Verklegi hluti námsins er 24 vikur.

Upplýsingar liggja ekki fyrir um Belgíu, Bretland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalíu, Lúxemborg, Portúgal og Spán.

Þýskaland.

Inntökuskilyrði: Lágmarksaldur 17 ár og hafa lokið grunnskólaprófi eða einhverju starfsréttindanámi.
Skólastig: Framhaldsskólastig (sjúkraliðaskólar).
Námstími: 1 ár.
Prófgráða: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.

Kennaranám.


Belgía.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (6+6).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Diplome d'Institutrice(eur) Primaire og Diplome Agrege de l'Enseignement Secondaire Inferieur.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Bretland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (6+5+2).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 4 ár.
Prófgráða: Bachelor of Education, B.Ed. Kenna þarf í 1 ár að loknu prófi til að öðlast starfsréttindi.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Danmörk.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 4 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með gráðu.
Bóklegt/verklegt: Verklegi hluti námsins er 20 vikur.
Frakkland.
Inntökuskilyrði: Hafa lokið 3 ára námi á háskólastigi (Diplôme eða Licence), inntökupróf.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 2 ár.
Prófgráða: Diplôme Professionnel de Professeurs des Écoles.
Bóklegt/verklegt: Verklegi hluti námsins er a.m.k. 500 klst.
Grikkland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3), inntökupróf.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 4 ár.
Prófgráða: Ptychio AEI (Anotata Ekpaidevtika Idrimata — Institutions of Higher Education).
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Holland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (8+6).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 4 ár.
Prófgráða: Baccalaureus, BA.
Bóklegt/verklegt: Verklegt 1 ár.
Írland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 4 ár.
Prófgráða: Bachelor of Education, B.Ed.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Ítalía.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (8+5).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 4 ár.
Prófgráða: Diploma di Abilitazione Magistrale.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Lúxemborg.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (6+7).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Certificat d'Études Pédagogiques.
Bóklegt/verklegt: Verklegi hluti námsins er 18 vikur.
Portúgal.
Inntökuskilyrði: 12 ára skólanám (9+3), inntökupróf. Þeir sem eru 25 ára eða eldri og hafa ekki lokið 12 ára skólanámi geti tekið sérstakt inntökupróf til að komast í háskólanám (exame extraordinário de avaliçado de capacidade para acesso ao ensino superior).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Bacharel.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Spánn.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3) og 1 árs aðfaranám að háskólum (Curso de Orientación Universitaria — COU), inntökupróf.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Diplomado.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Þýskaland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (10+3).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Staatsprüfung. Kenna þarf í 18–24 mánuði að loknu prófi til að öðlast starfsréttindi (tíminn er mislangur eftir fylkjum).
Bóklegt/verklegt: Verklega námið tekur 16–20 vikur.

NÁM Í EFTA-RÍKJUNUM


Sjúkraþjálfun.


Austurríki.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (8+5) eða hafa lokið hjúkrunarnámi (4 ár á framhaldsskólastigi).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 2 1/ 2ár.
Prófgráða: Diploma.
Bóklegt/verklegt: Bóklega námið er 1.760 klst. og hið verklega 1.250 klst.
Finnland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 4 ár.
Prófgráða: Kandidatsexamen (samsvarar meistaraprófi — Master of Science).
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Noregur.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3) eða sveinspróf í iðn eða 23 ára lágmarksaldur og hafa a.m.k. 5 ára starfsreynslu (í fullu starfi) að loknu námi. Allir umsækjendur þurfa að sýna fram á kunnáttu sem samsvarar stúdentsprófi í norsku, ensku, félagsfræði og náttúruvísindum.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með gráðu. Vinna þarf í 1 ár að námi loknu til að geta sótt um löggildingu sem sjúkraþjálfari.
Bóklegt/verklegt: 1/ 4 verklegt.
Sviss.

Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Svíþjóð.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3) af heilbrigðisbraut (líffærafræði, lífeðlisfræði, lyfjafræði, örverufræði) eða stúdentspróf af náttúrufræðibraut (stærðfræði og náttúruvísindi eða eðlisfræði og efnafræði í stað náttúruvísinda). Skjalfest þátttaka í íþróttum annaðhvort í skóla eða hjá íþróttafélögum.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 2 1/ 2 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með prófgráðu.
Bóklegt/verklegt: Verklegt í 1/ 2 ár.

Iðjuþjálfun.


Austurríki.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (8+5) eða hafa lokið hjúkrunarnámi (4 ár á framhaldsskólastigi).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Diploma.
Bóklegt/verklegt: Bóklega námið er 2.400 klst., verklega námið 1.800 klst.
Finnland.
Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Noregur.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3) eða sveinspróf í iðn eða 23 ára lágmarksaldur og hafa a.m.k. 5 ára starfsreynslu (í fullu starfi) að loknu námi. Allir umsækjendur þurfa að sýna fram á kunnáttu sem samsvarar stúdentsprófi í norsku, ensku, félagsfræði og náttúruvísindum.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með gráðu.
Bóklegt/verklegt: 2/ 3 hlutar bóklegt, 1/ 3 verklegt.
Sviss.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+4).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Diploma.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Svíþjóð.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3) af heilbrigðisbraut (líffærafræði, lífeðlisfræði, lyfjafræði, örverufræði) eða stúdentspróf af náttúrufræðibraut (stærðfræði og náttúruvísindi eða eðlisfræði og efnafræði í stað náttúruvísinda). Skjalfest þátttaka í íþróttum, annaðhvort í skóla eða hjá íþróttafélögum.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 2 1/ 2 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með gráðu.
Bóklegt/verklegt: Verklegi hlutinn tekur 1/ 2 ár.

Meinatækni.


Austurríki.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (8+5) eða hafa lokið hjúkrunarnámi (4 ár á framhaldsskólastigi).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 2 1/ 2 ár.
Prófgráða: Diploma.
Bóklegt/verklegt: Bóklegt 1.160 klst. og verklegt 1.680 klst.
Finnland.
Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Noregur.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3) eða sveinspróf í iðn eða 23 ára lágmarksaldur og hafa a.m.k. 5 ára starfsreynslu (í fullu starfi) að loknu námi. Allir umsækjendur þurfa að sýna fram á kunnáttu sem samsvarar stúdentsprófi í norsku, ensku, stærðfræði, náttúruvísindum og líffræði.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með gráðu.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Sviss.
Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Svíþjóð.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3) af raungreinasviði (stærðfræði og náttúruvísindi eða stærðfræði og eðlis- og efnafræði).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 2 1/ 4 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með gráðu.
Bóklegt/verklegt: Verklegi hlutinn tekur 1/ 2 ár.

Röntgentækni.


Austurríki.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (8+5) eða hafa lokið hjúkrunarnámi (4 ár á framhaldsskólastigi).
Skólastig: Sérskólar á háskólastigi, í tengslum við sjúkrahús.
Námstími: 2 ár.
Prófgráða: Diploma.
Bóklegt/verklegt: Bóklegt 830 klst. og verklegt 1.920 klst.
Finnland.
Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Noregur.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3) eða sveinspróf í iðn eða 23 ára lágmarksaldur og hafa a.m.k. 5 ára starfsreynslu (í fullu starfi) að loknu námi. Allir umsækjendur þurfa að sýna fram á kunnáttu sem samsvarar stúdentsprófi í norsku, ensku, félagsfræði og náttúruvísindum.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með gráðu.
Bóklegt/verklegt: Verklegt nám er 20 vikur.
Sviss.

Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Svíþjóð.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3) af heilbrigðisbraut (líffærafræði, lífeðlisfræði, lyfjafræði, örverufræði) eða hafa lokið námi sem „undersköterska“ (1 árs viðbótarnám fyrir sjúkraliða).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 2 1/ 4 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með gráðu.
Bóklegt/verklegt: Bóklegt 50%, verklegt 50%.

Sjúkraliðanám.


Noregur.
Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf og eins árs nám í heilbrigðisfræði í framhaldsskóla helse- og miljøfag).
Skólastig: Framhaldsskólastig.
Námstími: 1 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með gráðu.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Svíþjóð.
Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf.
Skólastig: Framhaldsskólastig.
Námstími: 2 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með gráðu.
Bóklegt/verklegt: Verklegi hluti námsins er um 40 vikur.

Upplýsingar liggja ekki fyrir um Austurríki, Finnland og Sviss.

Kennaranám.


Austurríki.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (8+5).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 ár.
Prófgráða: Zeugnis über die Lehramtsprüfung.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Finnland.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 4 ár.
Prófgráða: Pedagogie kandidatsexamen, Ped. kand. (meistarapróf).
Bóklegt/verklegt: Verklegi hluti námsins er um 20 vikur.
Noregur.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3) eða sveinspróf í iðn eða 23 ára lágmarksaldur og hafa a.m.k. 5 ára starfsreynslu (í fullu starfi) að loknu námi. Allir umsækjendur þurfa að sýna fram á kunnáttu sem samsvarar stúdentsprófi í norsku, ensku eða öðru tungumáli, stærðfræði, náttúruvísindum eða félagsfræði.
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 4 ár.
Prófgráða: Lýkur ekki með gráðu.
Bóklegt/verklegt: Verklegi hluti námsins er 10 vikur.
Sviss.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+4).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 2 ár (3 ár í Genf).
Prófgráða: Primärlehrer-Diplom eða Certificat d'Aptitude a l'Enseignement Primaire.
Bóklegt/verklegt: Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Svíþjóð.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf (9+3).
Skólastig: Háskólastig.
Námstími: 3 1/ 2 ár.
Prófgráða: Bachelor-gráða.
Bóklegt/verklegt: Verklegi hluti námsins er um 20 vikur.

Heimildir.


Arbeidsterapeututbilding utomlands. Stockholm, Svenska Institutet, 1990. 22 s.
Att studera i Norden. København, Nordisk Ministerråd, 1992. 323 s.
Att välja studieväg: om utbildning, yrken och arbetsmarknad: inför valet tilläsåret 1991/92. K.G. Frederiksen, red. Stockholm, Utbildningsförlaget, 1990. 182 s. [Svíþjóð].
Austria: a study of the educational system of Austria ... K.H. Lukas, editor. Washington DC, American Association of Collegiate Registrars and Admission Officers, 1987. viii, 167 s. [Austurríki].
Beruf Aktuell: Ausgabe 1988/89. Mannheim, TransMedia, 1988. 432 s. [Þýskaland].
British qualifications: a comprehensive guide to educational, technical, professional and academic qualifications in Britain. 21st ed. London, Kogan Page, 1990. xlix, 740 s. [Bretland].
Centre d'Information et de Documentation Jeunesse. Mode d'emploi 1992. Paris, CIDJ, 1992. [Frakkland].
Egger, E Education in Switzerland. Berne, Swiss Conference of Cantonal Directors of Education, 1984. 60 s. [Sviss].
Erhvervskartoteket. København, Rådet for Uddannelses- og Erhvervsvejledningen, 1988 — [lausblaðamappa]. [Danmörk].
A guide to higher education systems and qualifications in the European Community. A. Wijnaendts van Resandt, editor. Luxembourg, Office for Official Publications of the European Community, 1991. 425 s.
Higher education in the European Community: a directory of courses and institutions in 12 countries: the student handbook. 6th ed. B. Mohr, editor. Luxembourg, Office for Official Publications of the European Communities, 1990. 516 s.
Higher education in the Netherlands: characteristics, structure, figures, facts. 2nd ed. K. Kouwenaar & J. Stannard, editors. Zoetermeer, 1989. 88 s. [Holland].
Högskolestudier 1990–1991; uppgifter för dem som är interesserade av högskolestudier. A. Pietarinen, red. Helsingfors, Undervisningsministeriet, 1990. 240 s.
International guide to qualifications in education 2nd ed. London, Mansell, 1990. xiv, 719 s.
Mer utdanning?: yrkesorientering for ungdom. Oslo, Arbeidsdirektoratet, 1991. 224 s. [Noregur].
Raban, A.J. Working in the European Community: a guide for graduate recruiters and jobseekers. Luxembourg, Office for Official Publications of the European Community, 1991. 210 s.
Sjukgymnastutbildningen utomlands. Stockholm, Svenska Institutet, 1990. 32 s.
Student 92: utdanningstilbudene ved høgskolene og universitetene. Oslo, Universitetsforlaget, 1992. 365 s. [Noregur].
Student handbook: a directory of courses and institutions in higher education for 16 countries not members of the European Community. 2nd ed. U. Braun, editor. Strasbourg, Council of Europe, 1991. 362 s.
Studie og erhvervsvalget: speciel del 1991–1992. 26 udg. København, Rådet for uddannelses- og erhvervsvejledning, 1991. 175 s. [Danmörk].
Studien- und Berufswahl 1992/93: Entscheidungshilfen für Abiturienten und Absolventen der Fachoberschulen. Bad Honnef, Verlag Karl Heinrich Bock, 1992. 464 s. [Þýskaland].
Studier í högskolan 1992/93: utbildningslinjer och fristående kurser. Stockholm, Universitäts- och högskoleämbetet, 1992. 94 s. [Svíþjóð].
Universitäten — Hochschulen: Studium & Beruf '91. Wien, Bundesministerium für Wissenschaft und Forschung, 1991. 450 s. [Austurríki].
Vademecum: a concise guide to studying in the Netherlands for foreign students. Amsterdam, Foreign Student Service, 1988. 54 s. [Holland].