Ferill 357. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 357 . mál.


722. Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um afla krókaleyfisbáta.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1 .     Hver hefur verið árlegur heildarafli svokallaðra krókaleyfisbáta frá því að núgildandi lög um stjórn fiskveiða tóku gildi?
     2 .     Hvernig hefur þessi afli skipst á milli einstakra kjördæma?
     3 .     Hver hefur verið heildarafli krókaleyfisbáta í einstökum kjördæmum, í einstökum mánuðum árin 1991–1992?


    Í meðfylgjandi töflum koma fram svör við framangreindum spurningum. Allar upplýsingar í töflunum eru unnar af Fiskistofu úr kvótabókhaldi hennar og sjávarútvegsráðuneytisins. Þar sem aflatölur fyrir síðari hluta almanaksársins 1992 hafa ekki endanlega verið gerðar upp verður að líta á tölur fyrir það ár sem bráðabirgðatölur.
    Allar upplýsingarnar eru miðaðar við afla einstakra báta. Upplýsingarnar sýna því afla þeirra báta sem skráðir voru með heimahöfn í tilteknum kjördæmum á árunum 1991 og 1992. Upplýsing arnar sýna hins vegar ekki hvar aflanum var landað.


(Töflur ekki tiltækar.)