Ferill 430. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 430 . mál.


730. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um starf og eignir húsmæðraskóla.

Frá Kristínu Ástgeirsdóttur.



    Hvaða kennsla fer fram í þeim húsmæðraskólum sem enn starfa og hvernig skiptist kostnaður við þá kennslu milli
         
    
    ríkisins,
         
    
    sveitarfélaga,
         
    
    nemenda?
    Hvernig hefur eignum þeirra húsmæðraskóla, sem lagðir hafa verið niður, verið ráðstafað og hverjir annast þær:
         
    
    húsnæði,
         
    
    innanstokksmuni og gjafir?
    Hverjir eru eigendur einstakra húsmæðraskóla?
    Hvaða áform eru uppi um varðveislu eða nýtingu á þeim merka menningararfi kvenna sem er að finna innan veggja húsmæðraskólanna, svo og þeirra húsa sem byggð voru sem húsmæðraskólar í öllum landsfjórðungum?


Skriflegt svar óskast.