Ferill 464. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 464 . mál.


802. Frumvarp til lagaum heimild fyrir ríkisstjórnina til að leyfa Slysavarnafélagi Íslands að flytja inn björgunarbát.

Frá samgöngunefnd.1. gr.

    Samgönguráðherra skal heimilt að leyfa Slysavarnafélagi Íslands að flytja inn björgunarbát þótt eldri sé en 12 ára, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 51/1987, um eftirlit með skipum.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Með lagafrumvarpi þessu leggur samgöngunefnd til að þrátt fyrir 12 ára aldursmark 21. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 51/1987, verði Slysavarnafélagi Íslands heimilað að flytja inn björgunarbát. Engin undanþáguheimild er í lögunum frá ákvæði 21. gr. og þarfnast innflutningur skipa eldri en 12 ára og skráning þeirra hér á landi því sérstakrar lagaheimildar.
    Björgunarbáturinn Arwed Emminghaus var smíðaður í Þýskalandi árið 1965 og var staðsettur um árabil í Cuxhaven. Um er að ræða sérsmíðaðan björgunarbát sem hefur aldrei verið notaður til annarra verkefna en björgunarstarfa.
    Báturinn var smíðaður fyrir þýska björgunarfélagið Deutsche Gesellschaft zur Rettung Schiffbrüchiger með sérstöku leyfi ríkisstjórnar Þýskalands, en var tekinn úr notkun félagsins í lok janúar sl.