Ferill 413. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 413 . mál.


814. Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur um útboð hjá Vegagerð ríkisins.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu mörg útboð hafa þegar farið fram hjá Vegagerð ríkisins í tengslum við hið sérstaka átak ríkisstjórnarinnar í vegagerð og í hvaða verk?
    Hver er heildarkostnaður framkvæmdanna samkvæmt lægstu tilboðum í þau verk sem þegar hafa verið boðin út og hvert er kostnaðarhlutfall miðað við áætlun, sundurliðað eftir verkefnum?
    Hve mörg ársverk eru fólgin í þeim verkefnum sem fyrirhuguð eru samkvæmt atvinnumálaátakinu? Hver eru þau ársverk og hvar verða þau til?


    Svar við 1. og 2. lið kemur fram á meðfylgjandi töflu þar sem sýnt er yfirlit yfir útboðin verk, kostnaðaráætlun hins útboðna verks og tilboðsupphæð verktaka sem samið hefur verið við. Í þremur síðustu verkunum er þó ósamið og þá tilgreint lægsta tilboð.
    Mun erfiðara er að gefa nákvæm svör við 3. lið. Reynt hefur þó verið að meta fjölda ársverka og má ætla að hann liggi á bilinu 350–400. Er þá aðeins tekin með bein vinna við verkefnin og þjónusta við tæki. Hér er miðað við þá viðbót sem áætlað er að komi í ár, 1.550 m.kr. Giska má á að 70–80% þessara ársverka komi í hlut verkamanna, iðnaðarmanna og verkstjórnenda. Það sem þá er eftir fer til að sinna skrifstofuhaldi og stjórnun verktaka svo og tæknilegum undirbúningi og eftirliti með framkvæmdum.
    Ekki er unnt að segja neitt ákveðið um hvar á landinu þessi ársverk verða til. Verkin verða öll boðin út og samkvæmt þeirri reynslu, sem þegar er komin, er dreifing verktaka mikil en þó eru mörg verkefni ekki komin í útboð enn þá. Þá er einnig nokkuð misjafnt hvernig verktakar haga málum varðandi ráðningu starfsmanna.

Flýtingarverk.

Tilboðs-

Kostnaðar-


(10. mars 1993.)

upphæð

áætlun


verktaka

Vegagerðarinnar

Hlutfall


Verk

Opnunardagur

þús. kr.

þús. kr.

%

Athugasemdir     



Ólafsfjarðarvegur norðan Dalvíkur     
12.10.92
26.336 44.960 59
Brú yfir Elliðaár á Arnarnesvegi     
19.10.92
(óg.69.805) (óg.101.576) Gjaldþrot
Vesturlandsvegur um Hellistungur     
19.10.92
26.660 45.848 58
Norðurlandsvegur um Bakkaselsbrekku     
26.10.92
44.749 84.870 53
Þingvallavegur, Búrfellsvegur–Heiðará     
9.11.92
12.747 25.000 51
Suðurlandsvegur um Kúðafljót,
   vatnaveitingar     
9.11.92
4.648 7.570 61
Kúðafljót, smíði stálbita     
14.12.92
12.265 16.279 75
Efnisvinnsla á Suðurlandi     
15.02.93
16.950 25.525 66
Vestfjarðavegur um Suðurá á Bröttubr.     
22.02.93
10.800 16.923 64
Brú y/Elliðaár á Arnarnesvegi (2. útboð)
22.02.93
64.800 93.429 69
Austurlandsvegur, Kvíá–Hnappavellir     
8.03.93
16.942 25.851 66 Ósamið 
Breiðholtsbraut, Elliðavatnsvegur–Jaðarsel
8.03.93
127.064 172.495 74 Ósamið 
Suðurlandsvegur, Skálm–Eldvatn     
8.03.93
105.957 149.758 71 Ósamið 
Samtals, vegið meðaltal     
469.918 708.508 66