Ferill 473. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 473 . mál.


816. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um skattframtöl.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur.



    Hve stór hópur skattgreiðenda fékk áætlaðan skatt árin 1991 og 1992 sökum þess að ekki var skilað skattframtali eða framtal talið ófullnægjandi? Hefur sá hópur stækkað borið saman við fyrri ár?
    Að hve miklu leyti er um sömu skattgreiðendur að ræða og ekki skiluðu skattframtali árin 1991 og 1992 borið saman við síðustu ár á undan?
    Hvernig er hópurinn, sem áætlað var á, samsettur, þ.e.
         
    
    launþegar,
         
    
    atvinnurekendur, skipt á helstu atvinnugreinar?
    Hvað líður þeirri breytingu á framkvæmd álagningar tekjuskatts á einstaklinga utan rekstrar, sem ráðherra boðaði í svari við fyrirspurn 7. nóvember 1991, að skattyfirvöld útbúi skattframtöl á grundvelli fyrirliggjandi gagna sem prentuð verði á þau eyðublöð sem einstaklingum eru send?


Skriflegt svar óskast.