Ferill 431. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 431 . mál.


843. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristínar Ástgeirsdóttur um launagreiðslur ríkisins.

     1 .     Hversu margir einstaklingar fengu greidd laun frá ríkinu árið 1992 að upphæð 3 millj. kr. eða meira (átt er við samanlögð grunnlaun, fasta yfirvinnu, aðra yfirvinnu, þóknunareiningar, aðrar þóknanir, bílastyrki, nefndarlaun og önnur laun)?
    744 einstaklingar fengu greidd laun að upphæð 3 millj. kr. eða meira á árinu 1992, svo sem nánar er sundurgreint í fskj. I. Þeir eru allir í fullu (100%) starfi.

     2 .     Hversu margir karlar eru í þessum hópi og hve margar konur?
    Karlarnir eru 685 eða 92,1% og konurnar 59 eða 7,9%.

     3 .     Hver eru samanlögð grunnlaun þessa hóps, hver eru samanlögð heildarlaun (sjá 1. lið) og hvernig skiptast þessar upphæðir milli kynja?
    Svarið við þessum lið kemur fram í fskj. I.

     4 .     Hjá hvaða stofnunum vinna þessir einstaklingar?
    Svarið við þessum lið kemur fram í fskj. II og III. Í fskj. II eru stofnanirnar taldar upp í fjárlaga númeraröð. Í fskj. III eru þær felldar undir ráðuneytin, þó þannig að stofnanir í A- og B-hluta fjár laga eru sundurgreindar.



Fylgiskjal I.


Fjármálaráðuneytið,
starfsmannaskrifstofa:


(Tafla ekki tiltæk.)





Fylgiskjal II.


Fjármálaráðuneytið,
starfsmannaskrifstofa:


(Tafla ekki tiltæk.)





Fylgiskjal III.


Fjármálaráðuneytið,
starfsmannaskrifstofa:


(Tafla ekki tiltæk.)