Ferill 408. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 408 . mál.


868. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar um kostnað við tölvuvinnu.

     1 .     Hver var kostnaður ríkisins og ríkisfyrirtækja á síðasta ári af aðkeyptri vinnu frá SKÝRR?
    Stofnanir í A-hluta ríkissjóðs keyptu þjónustu af SKÝRR fyrir 628 millj. kr. á sl. ári. Þar af voru greiddar 156 millj. kr. fyrir kerfisfræðivinnslu. Viðskipti sömu stofnana við SKÝRR 1991 námu 701 millj. kr. og hafa þannig minnkað um nær 73 millj. kr. á milli ára. Þetta má m.a. þakka sparnað arátaki hjá stærstu stofnunum fjármálaráðuneytis. Sé litið á einstaka kostnaðarliði kemur í ljós að kostnaður við kerfisfræðivinnu og sívinnslu hefur nær staðið í stað en sparnaður kemur einkum fram á runuvinnslu- og gagnamiðlakostnaði.

     2 .     Hve mikið greiddu stofnanir og fyrirtæki ríkisins einkafyrirtækjum á síðasta ári fyrir vinnu sem tengdist gerð og viðhaldi hugbúnaðar?
    Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisbókhaldi nema greiðslur stofnana til tölvufyrirtækja fyrir gerð og viðhald hugbúnaðar 203 millj. kr. Árið 1991 var þessi liður 189 millj. kr.

     3 .     Hver var kostnaður ríkisins og fyrirtækja þess á síðasta ári af þjónustu tölvufyrirtækja? Auk heildarkostnaðar óskast kostnaður tilgreindur eftir einstökum stofnunum.
    Heildarkostnaður vegna kaupa á þjónustu tölvufyrirtækja, þar með talið SKÝRR, var 1.145 millj. kr. Meðfylgjandi er listi þar sem fram kemur fjárlaganúmer, nafn stofnunar og fjárhæð.
    Það skal tekið fram að ofangreindar upplýsingar taka aðeins til A-hluta stofnana ríkissjóðs en fullkomnar upplýsingar um B-hluta fyrirtæki liggja fyrir þegar ríkisreikningur ársins 1992 er tilbú inn. Nú liggja þó fyrir upplýsingar um útgjöld stærstu ríkisfyrirtækja í B-hluta, þ.e. Póst- og síma málastofnunar og Ríkisútvarps og er þeirra getið í listanum.
    Upplýsingarnar byggjast á gögnum frá Ríkisbókhaldi og SKÝRR. Hugsanlegt er að skipting kostnaðar milli hugbúnaðargerðar og annars tölvukostnaðar sé ekki nákvæm. Enn fremur ber þess að geta að árið 1992 var gerð breyting á tegundalyklum bókhalds sem leiddi til nákvæmari sundur liðunar á útgjöldum til tölvumála. Meðal annars af þeim sökum liggja ekki fyrir nákvæmar saman burðartölur á milli áranna 1991 og 1992.



(Tafla ekki tiltæk.)