Ferill 335. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 335 . mál.


947. Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Svavars Gestssonar, Kristínar Ástgeirsdóttur, Valgerðar Sverr isdóttur og Ólafs Þ. Þórðarsonar um niðurskurð kennslustunda árið 1992.

    Fyrirspurnin er svohljóðandi:
     1 .     Hvernig skiptist niðurskurður kennslustunda árið 1992 á kennslugreinar eftir árgöngum?
     2 .     Hve mikið og í hvaða árgöngum hefur kennslustundum fækkað í íslensku, stærðfræði og erlendum tungumálum?
     3 .     Hversu marga nemendur snertir niðurskurðurinn á árinu 1992 í hverri námsgrein?


    Meðfylgjandi eru upplýsingar frá fræðslustjórum að beiðni ráðuneytisins. Eins og þar kemur fram er mjög erfitt að svara spurningum fyrirspyrjenda ítarlega. Ástæður eru m.a. þær að upplýsing ar liggja ekki fyrir fyrr en að loknu yfirstandandi skólaári, viðbrögð við fækkun kennslustunda eru mismunandi eftir skólum og fræðsluumdæmum og skipulag skólastarfs er víða með þeim hætti að ekki er unnt að fá óyggjandi svör.
    Fræðslustjórar hafa reynt að svara eftir bestu getu miðað við fyrirliggjandi upplýsingar á fræðsluskrifstofum. Upplýsingar frá fræðslustjóra Reykjanesumdæmis eru allítarlegar. Þar lágu fyrir ýmsar upplýsingar í tölvutæku formi og vinna var lögð í að draga þær saman í greinargerð.

Reykjavík.
    Í 4.–7. bekk hefur kennslustundum fækkað mest í íslensku og almennri bekkjarkennslu. Í 8. og 9. bekk kemur fækkun kennslustunda mest fram í íslensku, samfélagsgreinum, heimilisfræði, er lendum málum og náttúrufræði. Í 10. bekk kemur fækkun nánast eingöngu fram í valgreinum.

Reykjanes.
    Í áætlun, sem fræðslustjóri sendi öllum skólum í umdæminu eftir að ákvarðanir höfðu verið teknar um niðurskurð, var gerð tillaga um að fella eina stund niður í svokölluðum umsjónarkjarna í hverri bekkjardeild í 6.–10. bekk auk þess að fækka kennslustundum um eina í íslensku í 4. bekk, mynd- og handmennt í 5. og 7. bekk, dönsku í 6. bekk, samfélagsfræði í 8. bekk, stærðfræði í 9. bekk og valgreinum í 10. bekk. Svo virðist sem skólarnir hafi ekki fallist á þessar tillögur fræðslustjóra í öllum tilvikum og tekið ákvörðun um fækkun stunda í öðrum námsgreinum. Samkvæmt tölum fræðsluskrifstofunnar hefur kennslustundum ekki fækkað í íslensku, stærðfræði og erlendum mál um. Hins vegar hefur kennsla einkum minnkað í heimilisfræði, íþróttum, náttúrufræði og mynd- og handmennt.

Vesturland.
    Upplýsingar lágu fyrir frá 10 af 15 skólum. Í skólunum 10 hefur stundum í íslensku fjölgað um samtals 13,5. Stundum í stærðfræði fækkaði um alls 21,5 í sömu skólum, í dönsku fækkaði stundum um 5,5 og í ensku fjölgaði stundum um þrjár.

Vestfirðir.
    Í skólum á Vestfjörðum er mikil samkennsla og því erfitt að segja til um kennslustundafjölda í einstökum námsgreinum. Áhersla hefur verið lögð á að halda óskertri kennslu í íslensku, stærð fræði og erlendum málum þrátt fyrir niðurskurð. Þetta er gert m.a. með fjölgun í námshópum og breyttu kennslufyrirkomulagi. Auk þess var skólatími lengdur um hálfan mánuð í tíu skólum á Vest fjörðum á síðasta ári.

Norðurland vestra.
    Almennt virðist kennsla ekki skert í stærðfræði og erlendum málum í efstu bekkjum. Niður skurður virðist helst koma fram í miðbekkjum grunnskóla en ekki er hægt að segja til um í hvaða námsgreinum fyrr en að skólaári loknu. Fjórir skólar lengdu árlegan starfstíma um 2–4 vikur á síðasta ári. Þar er niðurskurði mætt með lengingunni og gott betur.

Norðurland eystra.
    Upplýsingar um einstakar námsgreinar liggja ekki fyrir. Í fjórum skólum eru færri nemenda stundir á bekkjardeild á yfirstandandi skólaári en því næsta á undan. Munurinn er frá 0,51 stund á bekkjardeild upp í 2,33 stundir. Í þessum fjórum skólum eru 27,3% nemenda umdæmisins. Aðrir nemendur eru með svipað eða meira kennslumagn á viku. Í tíu skólum með 20% nemenda umdæm isins var starfstími lengdur um tvær vikur milli ára.

Austurland.
    Margir skólar eru með samkennslu árganga. Upplýsingar um einstakar námsgreinar liggja ekki fyrir. Langflestir skólar eru með kennslustundafjölda í samræmi við viðmiðunarstundaskrá. Á nokkrum stöðum vantar 1–2 stundir upp á að lágmarksstundafjölda sé náð. Skýrist það m.a. af sundi sem kennt er á námskeiðum og af kennaraskorti. Ellefu skólar hafa lengt skólatíma um tvær vikur.

Suðurland.
    Upplýsingar lágu fyrir um níu skóla af 30. Í fjórum skólum fækkar um eina stund í íslensku í 6.–10. bekk. Alls eiga 366 nemendur í hlut. Í 4.–10. bekk fækkar um eina stund í ensku, dönsku og samfélagsfræði þar sem alls 222 nemendur eiga í hlut. Víðast hvar fækkar einnig stundum í íþróttum og valgreinum. Í 16 skólum lengdist árlegur starfstími um tvær vikur. Þessi aukning vegur upp á móti niðurskurði. Auk þess hefur verið gengið harðar eftir því að skólar uppfylltu ákvæði um lágmarks stundafjölda nemenda.

    Minnt skal á að viðmiðunarstundaskrá tiltekur lágmarksstundafjölda í hinum ýmsu námsgrein um. Þess utan eru stundir sem hver skóli ráðstafar sjálfur. Ákvörðun um fækkun kennslustunda í 4.–10. bekk, sem tekin var með útgáfu nýrrar viðmiðunarstundaskrár vorið 1992, byggðist á því að fækka ráðstöfunarstundum skóla en skerða ekki lágmarksstundafjölda.
    Athygli vekur að þrátt fyrir fækkun kennslustunda með breytingu á viðmiðunarstundaskrá fyrir 1992–1993 hefur kennslustundum í raun fjölgað í mörgum skólum, einkum á landsbyggðinni, m.a. vegna lengingar árlegs skólatíma. Enn fremur hefur aukið aðhald, t.d. með notkun skiptistunda, orð ið til þess að raunverulegum nemendastundum hefur fækkað minna en efni stóðu til.


Svar fræðslustjóra Reykjavíkurumdæmis.


(10. febrúar 1993.)




(Texti ekki tiltækur.)




Svar fræðslustjóra Reykjanesumdæmis.


(23. febrúar 1993.)




(Texti ekki tiltækur.)




Svar fræðslustjóra Vesturlands.


(8. febrúar 1993.)




(Texti ekki tiltækur.)




Svar fræðslustjóra Vestfjarðaumdæmis.


(3. febrúar 1993.)



    Hér með tilkynnist til menntamálaráðuneytisins að ég hef rekið mig á verulega annmarka á því að svara þessari fyrirspurn svo marktækt sé og skal greina frá helstu ástæðum þess.
    Í grunnskólum hér á Vestfjörðum er yfirleitt um samkennslu tveggja til þriggja árganga að ræða, og víða er einnig um ýmsa samþættingu að ræða. Skólastjórar hafa brugðist við fækkun stunda með margvíslegu móti. Sums staðar hefur verið fjölgað í námshópum og kennslufyrirkomulagi breytt til að mæta þessu, en áhersla er víðast hvar lögð á að halda óskertri kennslu í þeim greinum sem spurt er um. Þá hefur skólatími margra skóla lengst verulega og þannig verið aukið við kennslu yfir skólaárið í stað skerðingar í um helmingi skóla á Vestfjörðum.
    Eftirfarandi skólar hafa lengt skólatíma sinn milli ára:
    Reykhólaskóli úr 8 mánuðum í 8 1 / 2 mánuð.
    Grunnskóli Barðastrandarhrepps úr 8 mánuðum í 8 1 / 2 mánuð.
    Grunnskólinn Tálknafirði úr 8 1 / 2 mánuði í 9 mánuði.
    Grunnskólinn Bíldudal úr 8 1 / 2 mánuði í 9 mánuði.
    Grunnskólinn Þingeyri úr 8 mánuðum í 8 1 / 2 mánuð.
    Grunnskólinn Suðureyri úr 8 mánuðum í 8 1 / 2 mánuð.
    Grunnskólinn Súðavík úr 8 mánuðum í 8 1 / 2 mánuð.
    Finnbogastaðaskóli úr 8 mánuðum í 8 1 / 2 mánuð.
    Grunnskólinn Drangsnesi úr 8 mánuðum í 8 1 / 2 mánuð.
    Grunnskólinn Hólmavík úr 8 mánuðum í 8 1 / 2 mánuð.
    Erfiðleikar eru á að nota vor- eða haustskýrslur til samanburðar vegna breytinga sem gerðar voru á þeim síðasta vor en þar var stundafjöldi nemenda í námsgreinum og námsþáttum færður frá haust skýrslu yfir á vorskýrslu þannig að samanburðartölur koma ekki þá leiðina fyrr en í vor eftir grein um.
    Hægt væri að krefja hvern einstakan skóla um svör en ekki hefur unnist tími til þess á þeirri viku sem liðin er frá því fyrirspurnin barst hingað. Ég tel óvíst, m.a. af framangreinum ástæðum, að það gæfi heillegri svör við fyrirspurninni.

Virðingarfyllst,



Pétur Bjarnason.





Svar fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis vestra.


(10. febrúar 1993.)



    1. Kennslustundum hefur fækkað frá 1991/92 til 1992/93 um 7,8%, þ.e. 314 stundir. Nemendum hefur á sama tímabili fækkað um 41, úr 1.880 í 1.839, eða um rúm 2%. Mjög erfitt er að segja til um hvernig niðurskurður kemur niður á kennslugreinum því það er mjög misjafnt eftir skólum. Almenn „regla“ er að felld er niður kennsla eða fækkað tímum sem erfitt er að fá kennara til að kenna en einnig má merkja að tímaflestu greinarnar fá einhverja skerðingu.
    2. Almennt virðist sem kennsla í stærðfræði og tungumálum sé ekki skert í efstu bekkjum en skerðingin komi frekast fram á miðstigi, þ.e. skólastjórnendur hugsa sem svo: Þegar batnar í ári er betra að bæta þeim nemendum upp tapið sem ekki eru lengra komnir.
    3. Magntölur verða alltaf ónákvæmar í þessu umdæmi þar sem fjöldi nemenda býr við sam kennslu árganga. Einnig hefur breytt fyrirkomulag við söfnun upplýsinga með skólaskýrslum þau áhrif að illmögulegt er að bera þetta saman milli ára.
    Annað atriði hefur einnig truflandi áhrif á slíkan samanburð en það er sú staðreynd að fjórir skól ar í umdæminu lengdu árlegan skólatíma um tvær til fjórar vikur þannig að í þeim skólum hefur heildarskerðing miðað við síðasta ár verið bætt og jafnvel má sýna fram á fjölgun kennslustunda milli ára.

Virðingarfyllst,



Guðmundur Ingi Leifsson.





Svar fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra.


(6. febrúar 1993.)



    Í svarinu er miðað við skólaár og skólaárin 1991/92 og 1992/93 borin saman en ákvörðun Al þingis um niðurskurð kennslumagns tekur til síðara skólaársins.
    Í fyrsta lagi er spurt hvernig niðurskurður kennslustunda árið 1992 skiptist á kennslugreinar eftir árgöngum. Engar samantektir eru til um það á fræðsluskrifstofunni hvernig skólar hafa skipt tímum sínum niður á kennslugreinar enda oft og tíðum erfitt að greina það nákvæmlega vegna samþætting ar námsgreina og sveigjanlegra kennsluhátta. Meiri áhersla hefur verið lögð á að halda utan um heildartímamagn enda er það mat fræðslustjóra að meira máli skipti gæði kennslu einstakra náms greina en magn.
    Við athugun kemur í ljós að niðurskurður kennslumagns í umdæminu milli skólaára er til muna minni en tilefni var til þrátt fyrir minnkun heildarkennslumagns til fræðsluumdæmisins. Aðeins fjórir skólar í umdæminu eru með færri nemendastundir á bekkjardeild á skólaárinu en á síðasta ári, eða 27,3% nemenda umdæmisins:
         Grunnskóli Grímseyjar 1,8 kennslustundir á bekkjardeild.
         Barnaskóli Akureyrar 1,21 kennslustund á bekkjardeild.
         Gagnfræðaskóli Akureyrar 2,33 kennslustundir á bekkjardeild.
         Glerárskóli 0,51 kennslustund á bekkjardeild.
    Aðrir nemendur eru með svipað eða fleiri kennslutíma á viku. Þessu hafa tíu skólar með 20% nemenda umdæmisins náð með því að lengja skólaárið (8–8,5 mánuði og 8,5–9 mánuði) og þá höfðu margir skólanna skert kennslutíma nemenda og skipt nemendum í smærri námshópa ýmissa aðstæðna vegna sem síður er gert nú. Dæmi er um kennslutímaaukningu á hverja bekkjardeild í skóla að meðaltali um tvær stundir á viku frá síðasta skólaári (Borgarhólsskóli Húsavík).

Trausti Þorsteinsson.




Svar fræðslustjóra Austurlandsumdæmis.


(19. mars 1993.)



    Langflestir skólar eru með stundafjölda í samræmi við viðmiðunarstundaskrá. Á nokkrum stöð um vantar eina til tvær stundir svo lágmarki sé náð.
    Skýring: Sund (ein stund á viku) ekki talið með eða kennsla felld niður í kennslugrein, t.d. heim ilisfræði eða tónlist, vegna kennaraskorts. Þá getur einnig verið um að ræða tilfærslu milli anna eða ára.
    Í einstaka tilfellum þurfa skiptistundir að vera fleiri en gert er ráð fyrir í áætlun skóla. Ástæðan er allt of lítið húsnæði til kennslu, t.d. í heimilisfræði, smíðum o.fl.
    Þar sem samkennsla er mikil (fámennir skólar) fá yngri nemendur oft fleiri kennslustundir en þeim ber, einkum í heimanakstursskólum. Aftur á móti er því öfugt frarið í heimavistarskólum. Yngstu börnin eru aðeins þrjá daga (tvær nætur) í heimavist og er reynt að mæta því t.d. með því að tveir kennarar starfi samtímis með börnunum. Þannig er reynt að veita þeim eins góða þjónustu og hægt er miðað við skertan skólatíma, þ.e. færri daga í skóla í viku hverri.

Guðmundur Magnússon.




Starfstími skóla í Austurlandsumdæmi skólaárið 1992–1993.



    Mánuðir
    Seyðisfjarðarskóli     9
    Nesskóli     9
    Verkmenntaskóli Austurlands     9
    Grunnskóli Eskifjarðar*     9
    Grunnskólinn Bakkafirði     8
    Vopnafjarðarskóli     8,5
    Grunnskólinn Borgarfirði*     8,5
    Brúarásskóli     8
    Skjöldólfsstaðaskóli*     8
    Fellaskóli     8
    Hallormsstaðaskóli*     8,5
    Grunnskólinn Eiðum*     8,5
    Egilsstaðaskóli*     9
    Grunnskólinn Mjóafirði     7
    Grunnskólinn Norðfjarðarhreppi     8
    Grunnskóli Reyðarfjarðar*     9
    Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar*     9
    Grunnskólinn Stöðvarfirði*     8,5
    Grunnskólinn Breiðdalshreppi     8
    Grunnskólinn Beruneshreppi     8
    Grunnskólinn Djúpavogi     8,5
    Grunnskólinn Geithellnahreppi     7
    Nesjaskóli     8,5
    Hafnarskóli*     9
    Heppuskóli*     9
    Grunnskólinn Mýrahreppi     8
    Grunnskólinn Borgarhafnarhreppi     8
    Grunnskólinn í Hofgarði     8

     * Lenging um 2 vikur.



Svar fræðslustjóra Suðurlands.


(1. febrúar 1993.)



    Erfitt er að meta heildarfækkun kennslustunda nemenda vegna niðurskurðar. Þetta stafar af tvennu fyrst og fremst:
    1. Í 13 skólum hefur árlegur starfstími lengst um tvær vikur, úr átta mánuðum í átta og hálfan mánuð. Í þremur skólum hefur skólatími lengst úr átta og hálfum mánuði í níu mánuði. Þannig hefur heildarstundafjöldi nemenda staðið í stað þótt vikulegum stundum hafi verið fækkað um eina til tvær.
    2. Fyrir skerðingu voru margir skólar sem ekki kenndu lögbundinn vikulegan stundafjölda. Munaði þar frá einni stund á viku upp í þrjár. Aukinn þrýstingur á skólana að sinna lögbundinni kennslu hefur í sumum tilfellum valdið því að ekki hefur orðið um stundafækkun að ræða.
    3. Í litlum skólum veldur samsetning aldurshópa mikilli sveiflu í tímafjölda milli ára. Þetta þýðir að hjá skóla getur stundum fækkað vegna óhagstæðs fjölda í aldurshópum, t.d. Ljósafossskóla og Grunnskóla Austur-Landeyja.
    4. Víðast hvar fækkar stundum í íþróttum og valgreinum.
    5. Í svörum frá skólunum kom fram að í íslensku fækkar um eina stund hjá 6.–9. og 10. bekk í fjórum skólum, hjá 366 nemendum. Í 4., 8., 9. og 10. bekk fækkar um eina stund í ensku, dönsku og samfélagsfræði, hjá 222 nemendum. Svör hafa borist frá níu skólum af þrjátíu.
    Að lokum má benda á að úthlutunarreglurnar eru þannig að margir skólar telja sig verða að skipta bekkjum meir en fjöldi skiptistunda segir til um og af þeim sökum getur vikulegum stundum nemenda fækkað, þ.e. teknar eru stundir af kennslukvóta til þess að skipta bekkjum. Ekki er unnt að svara þessu ítarlegar miðað við fyrirliggjandi gögn.

Jón Hjartarson.