Ferill 572. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 572 . mál.


953. Tillaga til þingsályktunar



um skipun rannsóknarnefndar skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar til að rannsaka ráðningu framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins.

Flm.: Páll Pétursson, Steingrímur J. Sigfússon, Kristín Ástgeirsdóttir,


Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson,


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.



    Alþingi ályktar með vísan til 39. gr. stjórnarskrárinnar að kjósa nefnd níu alþingismanna til að rannsaka aðdraganda og forsendur fyrir ráðningu framkvæmdastjóra ríkissjónvarps, m.a. með tilliti til fjárhagslegra tengsla hans við stofnunina og menntamálaráðuneytið og starfsemi á vegum þess.

Greinargerð.


    Í ljósi umræðna og upplýsinga, sem fram hafa komið, er óhjákvæmilegt að rannsókn fari fram á því hvort óeðlileg hagsmunatengsl séu á milli nýsetts framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins, stofnunarinnar og menntamálaráðuneytis.