Ferill 576. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 576 . mál.


966. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um úrbætur í móttökuskilyrðum sjónvarps og hljóðvarps á Djúpavogi og nágrenni.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hvenær er þess að vænta að ráðin verði bót á slæmum móttökuskilyrðum fyrir sjónvarp og hljóðvarp á Djúpavogi og nágrenni?

Greinargerð.


    Þann 18. mars 1993 gerði hreppsnefnd Djúpavogshrepps svohljóðandi samþykkt:
    „Hreppsnefnd Djúpavogshrepps skorar á Ríkisútvarpið að sjá til þess að tengingu ljósleiðara verði hraðað þannig að sjónvarpsútsendingar í Djúpavogshreppi komist í viðunandi horf. Hreppsnefnd telur að sjónvarpsútsendingar á þessu svæði hafi verið með þeim hætti á undanförnum árum að ekki verði við svo búið lengur.
    Þá telur hreppsnefnd brýnt að komið verði upp endurvarpsstöð í Álftafirði þannig að útsendingar Rásar 2 náist þar.“


Skriflegt svar óskast.