Ferill 509. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 509 . mál.


974. Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um störf og starfsemi í opinberri þjónustu á landsbyggðinni.

     1 .     Hvað líður störfum nefndar sem skipuð var af ríkisstjórninni til að kanna flutning á starfsemi ríkisstofnana út á land?
    Nefnd um flutning opinberra stofnana var skipuð af forsætisráðherra hinn 9. júní sl. Hana skipa Gunnlaugur Stefánsson alþingismaður, Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Árvak urs, Kristín Ástgeirsdóttir alþingismaður, Margrét Frímannsdóttir alþingismaður, Tómas Ingi Ol rich alþingismaður, Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, fyrrv. alþingismaður, sem er formaður nefndarinnar.
    Verkefni nefndarinnar er að gera tillögu um flutning einstakra stofnana ríkisins frá höfuðborgar svæðinu til landsbyggðarinnar eftir því sem hagkvæmt og æskilegt er talið. Þá er nefndinni ætlað að benda á aðra kosti sem vænlegir geta talist við að færa opinbera starfsemi og atvinnutækifæri til landsbyggðarinnar.
    Starf nefndarinnar hefur verið allumfangsmikið og haldnir hafa verið margir fundir. Forstöðu menn þeirra stofnana, sem helst hafa þótt koma til álita, hafa komið á fund nefndarinnar og til viðtals þar sem þeir hafa m.a. gefið ítarlegar lýsingar á verkefnum og starfsemi stofnana sinna og lagt fram gögn og greinargerðir sem unnið hefur verið úr. Nefndarmenn hafa einnig sótt heim þær stofnanir sem um er að ræða. Þá hefur nefndin í starfi sínu leitað fanga sem víðast eftir því sem ástæða hefur þótt til, svo sem upplýsinga erlendis frá þar sem reynsla er af flutningi ríkisstofnana frá höfuðborg.
    Stefnt er að því að nefndin ljúki störfum og skili nefndaráliti með tillögum sínum með vorinu.

     2 .     Hefur störfum í opinberri þjónustu á landsbyggðinni fjölgað sl. tvö ár?
    Sem svar við 2. lið fyrirspurnarinnar, um hvort störfum í opinberri þjónustu hafi fjölgað á lands byggðinni sl. tvö ár, er hér birt tafla frá starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins sem sýnir hlut fallslega skiptingu launagreiðslna, eftir kjördæmum og landshlutum, allra þeirra sem fá afgreidd laun hjá fjármálaráðuneyti.

Hlutfallsleg skipting launagreiðslna eftir kjördæmum


og landshlutum 1990–1992.



    1990     1991     1992

Reykjavík          49,0     49,9     50,1
Reykjanes          24,5     24,7     24,7
Vesturland          4,0     3,8     3,8
Vestfirðir          2,4     2,2     2,3
Norðurland vestra          2,8     2,7     2,7
Norðurland eystra          7,2     7,0     7,0
Austfirðir          3,7     3,7     3,6
Suðurland          5,6     5,3     5,3

Höfuðborgarsvæðið          70,4     71,5     71,9
Landsbyggðin          28,9     27,8     27,5

Óstaðsett          0,8     0,7     0,6

Samtals          100,0     100,0     100,0
    Samkvæmt þessum tölum hafa launagreiðslur til starfsmanna á landsbyggðinni lækkað um 1,5% frá árinu 1990–1992. Hér er ekki um að ræða öll laun vegna opinberrar starfsemi, en þessar tölur gefa vísbendingu um það að hlutfall starfa hafi lækkað lítils háttar undanfarin ár á landsbyggðinni. Hlutdeild landsbyggðarinnar í íbúatölu landsins var 42,9% árið 1990 en 42,1% árið 1992.

     3 .     Hvernig dreifast störf í opinberri þjónustu hlutfallslega niður á landið í heild eftir kjördæmum og hve stórt hlutfall eru þau af störfum í hverju kjördæmi?
    Sem svar við 3. lið fyrirspurnarinnar, um dreifingu opinberra starfa eftir kjördæmum, er birt tafla sem sýnir skiptingu starfsemi hins opinbera sem hlutfall af ársverkum í hverju kjördæmi og sem hlutfall af ársverkum hins opinbera á landinu öllu. Hlutfallsleg skipting fólksfjölda er einnig sýnd. Notuð er skilgreining Hagstofu og Þjóðhagsstofnunar á starfsemi hins opinbera. Í þeirri flokkun telst starfsemi Pósts og síma ekki með. Ársverk miðast við heimilisfesti launþega. Staðsetning starf seminnar og starfsfólks þarf ekki að vera í sama kjördæmi, sérstaklega á þetta við um Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmi (utan Suðurnesja).

Skipting opinberrar starfsemi eftir kjördæmum árið 1990.



    Reykja-     Reykja-     Vestur-     Vest-     Norðurl.     Norðurl.     Austur-     Suður-     Samtals
    vík     nes     land     firðir     vestra     eystra     land     land     

Atvinnuvegir alls          37.236     25.642     6.336     4.518     4.370     10.653     5.337     9.030     103.121
Opinber starfsemi alls          10.253     5.507     1.136     677     924     2.056     959     1.427     22.939
Ársverk alls          47.489     31.148     7.472     5.195     5.294     12.709     6.296     10.457     126.060
Íbúatala 1. desember 1992          100.865     66.433     14.462     9.681     10.353     26.678     13.060     20.670     262.202
Hlutfall opinberrar
  starfsemi af ársverkum (%)          21,6     17,7     15,2     13,0     17,5     16,2     15,2     13,6     18,2
Hlutfall í opinberri
  starfsemi í landinu (%)          44,7     24,0     5,0     2,9     4,0     9,0     4,2     6,2     100,0
Hlutdeild í íbúatölu (%)          38,5     25,3     5,5     3,7     3,9     10,2     5,0     7,9     100,0



Hlutdeild kjördæmanna í íbúatölu og opinberri starfsemi.



(Mynd ekki tiltæk.)