Ferill 482. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 482 . mál.


994. Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar um útflutning á iðnvarningi tengdum sjávarútvegi.

    Fyrirspurnin er svohljóðandi:
    Hvert var verðmæti útflutts iðnvarnings, sem tengist sjávarútvegi, frá árinu 1982 til og með 1992 á föstu verðlagi?
    Hvaða hlutfall var það af andvirði heildarútflutnings landsmanna á sama tímabili?


    Meðfylgjandi er yfirlit yfir útfluttar iðnaðarvörur sem tengjast sjávarútvegi 1983–1992.
Rétt er að taka fram að tollnúmeraflokkunarkerfi var breytt árið 1988 og aftur 1991. Af þeim sökum er samanburður milli ára erfiður. Var fyrri flokkun allmiklu grófari. Má nefna að vélar til fiskverkunar flokkuðust þá í safnflokknum „vélar ótaldar annars staðar“.
    Rétt er þó að hafa í huga að ástæður fyrir breyttu flokkunarkerfi tengjast breyttu viðskiptaumhverfi, þ.e. að vörur eru þá fyrst teknar út úr safnflokkum þegar verulega fer að kveða að þeim í útflutningi.