Ferill 583. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 583 . mál.


1035. Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um svonefnd „varnarsvæði“.

Frá Svavari Gestssyni, Kristni H. Gunnarssyni og Sigríði Jóhannesdóttur.



    Hvar eru svonefnd „varnarsvæði“ á landinu?
    Hve stór eru þau alls og hvert fyrir sig?
    Hvernig er hvert svæði nú nýtt?
    Hve mikla fjármuni hefur ríkissjóður greitt fyrir hvert svæði á verðlagi ársins 1993:
         
    
    alls,
         
    
    á ári?
    Hve miklar tekjur hefur ríkissjóður nú í leigu af einstökum svæðum eða hluta þeirra?
    Hvernig eru leigugjöld ákveðin?
    Hve stór hluti svonefndra „varnarsvæða“ er nú í notkun hersins?
    Hvernig og hvenær hyggst utanríkisráðuneytið afhenda þau lönd sem spurt er um í 7. tölul. og ekki eru nú í beinni notkun hersins eða tengdrar starfsemi?


Skriflegt svar óskast.